#5 Fjallaspjallið - Brynhildur Ólafs og vetrarfjallamennska
Listen now
Description
Brynhildur Ólafs hefur komið víða við á útivistarferili sínum bæði sem leiðsögumaður og fjallgöngukona.  Hún er mikil fyrirmynd og hefur leitt fjölmarga íþróttamenn í gengum Landvættaprógramið, byggt upp Ferðafélag barnanna og ferðast nú á spennandi slóðir með Landkönnuðunum. Brynka er ófeimin við að deila reynslunni sinni og segir okkur frá því hvernig hún lærði að elska hlaup, vegferðinni að því að öðlast reynslu og verða leiðsögumaður sem og stundum sem fara beint inn á reynslubankann.   Hún hefur einnig synt yfir Ermasundið,  stýrt leiðangri yfir Vatnajökul og komið víða við.  Skemmtileg og hvetjandi frásögn hér á ferð.  Í seinni hluta þáttarins svörum við spurningum um vetrarferðamennsku sem við fengum sendar í gegnum samfélagsmiðla. Okkur bárust margar skemmtilegar spurningar og vetrarferðir hafa aldrei verið jafn vinsælar og nú.
More Episodes
Kjartan Long er einn af öflugustu íþróttaútivistarmonnum landsins og veit því sitt hvað um æfingar, hvernig er best að komast í form og undirbúning fyrir þátttöku í mótum og útivistarviðburðum. Kjartan er svo sannarlega fyrirmynd fyrir marga sem taka þátt í almenningsíþróttamótum og hefur hann...
Published 04/23/21
Published 04/23/21
Gesturinn okkar að þessu sinni á sér magnaða sögu. Anna Svavarsdóttir er svo sannarlega brautryðjandi þar sem hún tyllir niður fæti. Hún byrjaði ferilinn sinn sem raft guide en endaði í fjallamennskunni fyrir slysni og varð í kjölfarið fyrsta íslenska konan til þess að klífa yfir 8000 metra er...
Published 03/26/21