Description
Bóndakonur með skóflur og reistan hnefa, byltingakonur með riffla eða keyrandi traktor, reykspúandi verksmiðjur, risastórir akrar, múgurinn og leiðtoginn. Áróðursveggspjöldin sem hin rússneska Valentina Kulagina skapaði voru fullar af slíkum ljósmyndum. Maðurinn hennar Gustav Klutsis var stjarna í þessu fagi og fyrir þessi kommúnísku hjón átti lífið í Sovétríkjunum, hinu nýja ríki jafnræðis að vera dans á rósum. En í staðin var það stöðug barátta við ritskoðun og tortryggni undir ægivaldi Stalíns.
Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins. Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskrar menningar og það að vera Breti var eitthvað til að vera...
Published 11/13/24
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.Og svo auðvitað synth allt poppið þar sem að magn og gæði fóru ekki alltaf saman, alla...
Published 10/30/24