62) Fljúgum hærra - Alicia Keys
Listen now
Description
Hún elst upp hjá einstæðri móður í hinu alræmda Hells Kitchen hverfi í New York þar sem vændiskonur voru á hverju götuhorni og glæpir og ofbeldi daglegt brauð. Hún eyðir löngum stundum við píanóið þar sem Chopin og Nina Simone eru í miklu uppáhaldi og það skilaði sér í því að hún var komin með plötusamning fyrir tvítugt. Hún kemst líka að því að það borgar sig að þekkja Opruh Winfrey og svo kemur hún fyrir í taxta lags hjá einum frægasta og áhrifamesta tónlistarmanni samtímans án þess þó að hún þekki hann nokkuð.
More Episodes
Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins. Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskrar menningar og það að vera Breti var eitthvað til að vera...
Published 11/13/24
Published 11/13/24
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.Og svo auðvitað synth allt poppið þar sem að magn og gæði fóru ekki alltaf saman, alla...
Published 10/30/24