72) Fljúgum hærra - Lynn Goldsmith. Rock´n´roll ljósmyndarinn
Listen now
Description
Lynn Goldsmith er töffari frá Detroit borg sem fékk snemma titillinn rock 'n' roll ljósmyndarinn.  Hún hefur myndað allar stjörnur í rokkheiminum frá hippatímanum fram til okkar daga. Grand Funk Railroad hefur strippað fyrir hana, mamma hans Gene Simmons í Kiss hefur rekið út úr sér tunguna í myndavélina hennar og Patti Smith er besta vinkona hennar. Lynn er ótrúlega fjölhæf og sló meira að segja í gegn árið 1983 með plötu sem hún gerði í flippi með vinum sínum.
More Episodes
Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins. Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskrar menningar og það að vera Breti var eitthvað til að vera...
Published 11/13/24
Published 11/13/24
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.Og svo auðvitað synth allt poppið þar sem að magn og gæði fóru ekki alltaf saman, alla...
Published 10/30/24