88) Fljúgum hærra - Marie, Bolette og kynusli í Noregi
Listen now
Description
Norsku ljósmyndararnir Marie Høeg og Bolette Berg pökkuðu vandalega niður þeim glerplötum sem sýndu hluta af viðkvæmu einkalífinu og merktu sem „privat“. Þær voru lífsförunautar, ráku saman ljósmyndastofu og útgáfufyrirtæki og börðust fyrir bættum kjörum kvenna um aldamótin 1900. Frægð þeirra sem ljósmyndarar er hins vegar tilkomin vegna þess að litla leyni myndasafnið þeirra fannst óvænt í hlöðunni á sveitasetrinu þeirra löngu eftir þeirra daga. Það sem þótti tabú þá þykir í dag fremur saklaust en ljósmyndirnar opna samt einhverja glufu inn í annan heim.
More Episodes
Published 04/11/24
Ljósmyndasýningin Augnablik árið 1985, var líkt og heróp til íslenskra kvenna um að þora að stökkva fram í sviðsljósið og sýna að þær væru jafn góðir ljósmyndarar og karlmenn. Meira en 20 konur sýndu ljósmyndir í Nýlistasafninu og þarna ægði saman verkum mjög ólíkra ljósmyndar.  Jóhanna...
Published 04/11/24
Janis Joplin gaf ekki út nema 4 plötur á sínum stutta ferli og þar af tvær sem bara söngkonan í hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company. Við erum enn að hlusta á þessar plötur, 53 árum eftir andlát hennar, jafn heilluð af þessari mögnuðu, tilfinningaþrungnu rödd. En fyrir innan harða...
Published 04/03/24