92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo
Listen now
Description
Kúrekar á ótemjum og draumsýnin um villta vestrið dró yfirstéttarstelpuna Louise L. Serpa út í það að ljósmynda rodeó sýningar. Hún hóf ferilinn seint og lærði aldrei ljósmyndun en náði 48 árum í bransanum og varð eitt þekktasta andlit ródeóljósmyndara Bandaríkjanna.   Hún er ein af þessum konu sem braut múra. Í hennar tilfelli varð hún fyrst kvenna til að fara inn á sjálfan rodeóvöllinn að mynda; þetta var árið 1963. Sama ár trakðaði naut á henni en þessi tveggja barna einstæða móðir lét það ekkert stoppa sig. „You need to cowboy up“ hefur hún líklegast sagt  og fengið sér sopa af Tequila sem var í miklu uppáhaldi.
More Episodes
Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins. Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskrar menningar og það að vera Breti var eitthvað til að vera...
Published 11/13/24
Published 11/13/24
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.Og svo auðvitað synth allt poppið þar sem að magn og gæði fóru ekki alltaf saman, alla...
Published 10/30/24