94) Fljúgum hærra - Graciela Iturbide og frumbyggjar Mexíkó
Listen now
Description
Síðhærð frumbyggjakona af Seri ætt  gengur í eyðilegu landslagi með kassettutæki í hendi og á öðrum stað löngu seinna fer Zapotec kona á markað bæjarins með  fjölmargar eðlur á höfðinu.  Þetta eru tvær frægar ljósmyndir sem Graciela Iturbide færði okkur frá heimalandi sínu Mexíkó.  Graciela lagði sig fram um að mynda samfélög frumbyggja í Mexíkó og oftar en ekki var það veröld kvenna sem heillaði hana. Sú stóra sorg í lífi hennar þegar dóttir hennar deyr aðeins 6 ára gömul, var hvati fyrir Gracielu til að þræða vega listarinnar og nota myndavélina til að öðlast dýpri skiling á lífinu og tilverunni.  Fuglar og vængjasláttur urðu leiðarstef í hennar myndum þótt eðlur á höfði frumbyggjakonu sé alltaf hennar frægasta ljósmynd.
More Episodes
Published 06/04/24
80´s hair metal var "Nothin´ but a good time" eins og Poison komust svo skemmtilega að orði. Allir sungu um kvenfólk, partý og áfengi og að skemmta sér var ófrávíkjanleg regla. Enginn pældi í morgundeginum og allt, sem var þess virði að gera, mátti klárlega ofgera.Ekkert hair metal band með...
Published 06/04/24
Ljósmyndasýningin Augnablik árið 1985, var líkt og heróp til íslenskra kvenna um að þora að stökkva fram í sviðsljósið og sýna að þær væru jafn góðir ljósmyndarar og karlmenn. Meira en 20 konur sýndu ljósmyndir í Nýlistasafninu og þarna ægði saman verkum mjög ólíkra ljósmyndar.  Jóhanna...
Published 04/11/24