#79 – Stýrði varðskipum, flugvélum, þyrlum og breiðþotum – Bogi Agnarsson
Listen now
Description
Bogi Agnarsson flugstjóri segir hér frá atriðum á stórmerkum ferli sínum fyrst hjá Landhelgisgæslu Íslands og síðar hjá Air Atlanta á B747 jumbó. Bogi rifjar hér m.a. upp fræknar björgunarferðir við erfiðar aðstæður á gömlu Dauphin þyrlu gæslunnar TF-SIF og hvernig flugreksturinn tók gríðarlegum stakkaskiptum á níunda áratugnum með tilkomu nýrra tækja, betri verkferla og aukinni þjálfun. Bogi söðlaði um á miðjum aldri, hætti hjá Landhelgisgæslunni og fór að fljúga Boeing þotum hjá Air Atlanta þar sem hann fékk útrás fyrir flakk heimshorna á milli og lauk sínum atvinnuflugmannsferli á B747. Hann átti einnig stóran þátt í að sameina flugmenn Atlanta undir hatti Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varð um leið síðasti formaður Frjálsa flugmannafélagsins.
More Episodes
Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um ókyrrð í flugi eins og heiðkviku (clear air turbulence), sem nýleg dæmi sýna að geta valdið stórslysum um borð í flugvélum. Hvar og hvernig myndast heiðkvikan og hvað veldur því hversu mikil hún verður? Eru varasamar aðstæður og öfgar í veðrinu að...
Published 05/29/24
Published 05/29/24
Rætt er við Guðrúnu Gunnarsdóttur flugfreyju til 40 ára um ferilinn og starfið. Guðrún ætlaði eins og margir aðrir rétt að prófa flugfreyjustarfið en ílentist í rúm 40 ár. Hún rifjar hér upp ýmis áhugaverð atvik á löngum ferli, allt frá stórkostlegum ferðum til Suðurskautslandsins og til...
Published 05/22/24