Episodes
Bogi Agnarsson flugstjóri segir hér frá atriðum á stórmerkum ferli sínum fyrst hjá Landhelgisgæslu Íslands og síðar hjá Air Atlanta á B747 jumbó. Bogi rifjar hér m.a. upp fræknar björgunarferðir við erfiðar aðstæður á gömlu Dauphin þyrlu gæslunnar TF-SIF og hvernig flugreksturinn tók gríðarlegum stakkaskiptum á níunda áratugnum með tilkomu nýrra tækja, betri verkferla og aukinni þjálfun. Bogi söðlaði um á miðjum aldri, hætti hjá Landhelgisgæslunni og fór að fljúga Boeing þotum hjá Air Atlanta...
Published 05/09/24
Published 05/09/24
Rætt er við Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra og einn af eigendum Norlandair á Akureyri, en hann lætur senn af störfum eftir 50 ár í fluginu. Hann skilar öflugu búi því Norlandair hefur vaxið stöðugt og rekstur félagsins gengur vel. Meginstoðirnar í rekstrinum eru Grænlandsflug, áætlunarflug á smærri staði innanlands og nú síðast sjúkraflugið, sem félagið tók yfir um síðustu áramót. Friðrik segist sjá fyrir sér enn meiri eftirspurn eftir flugi til Grænlands og að samhliða geti félagið haldið...
Published 05/03/24
Annar hluti í samantekt Flugvarpsins um DC-3 í tilefni af 80 ára afmæli Þristsins. Rætt er við Svein Runólfsson fyrrverandi Landgræðslustjóra um Landgræðsluflugið á DC-3 sem stóð yfir í rúm 30 ár og breytti ásýnd landsins mjög víða til hins betra, enda einn öflugasti áburðardreifari sem notaður hefur verið. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi Landgræðslunnar og þekkir einnig vel einstaka sögu Gunnarsholts í gegnum áratugina þar sem var oft á tíðum iðandi mannlíf þegar...
Published 04/26/24
Rætt er við Jón B. Stefánsson stjórnarformann Keilis og Flugakademíu Íslands um gjaldþrot Flugakademíunnar. Jón fer yfir stöðuna varðandi uppgjör fyrrverandi nemenda við skólann og áætlanir um uppgjör þeirra skulda en sumir eiga enn inni peninga fyrir óflogna flugtíma. Hann segir það vinnulag að láta nemendur greiða fyrirfram fyrir flugnámið hafi reynst félaginu um megn þegar aðsóknin í skólann minnkaði verulega. Þá hafi kaup Flugakademíu Keilis á Flugskóla Íslands fyrir um fjórum árum verið...
Published 04/23/24
Samantekt um hina sögufrægu flugvél DC-3 á Íslandi í tilefni af 80 ára afmæli fyrstu vélar af þeirri gerð, sem nú er varðveitt á Flugsafni Íslands. Í þessum þætti er farið yfir atriði úr sögu Þristsins á Íslandi og birt eru viðtalsbrot úr kvikmyndinni Íslenskir atvinnuflugmenn við flugstjórana Snorra Snorrason, Henning Bjarnason og Geir Gíslason. Einnig er rætt við Sverri Þórólfsson flugstjóra um hans feril og einkum á DC-3 sem hann flaug mikið á sjöunda áratugnum og síðar í landgræðslufluginu.
Published 04/18/24
Rætt er við Steinunni Maríu Sveinsdóttur safnstjóra Flugsafns Íslands. Flugsafnið hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og stór verkefni blasa við á næstunni, en safnið fagnar 25 ára afmæli í vor. Steinunn segir hér frá fjölmörgum áhugaverðum verkefnum til þessa og hvernig ætlunin er að þróa starf safnsins enn frekar í þá átt að ekki eingöngu að varðveita muni og sögu heldur einnig að opna heim flugsins fyrir þeim sem ekki þekkja. Hún segir mikinn velvilja gangavart Flugsafninu og þar fer...
Published 04/06/24
Reynir Freyr Pétursson þyrluflugstjóri og flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland ræðir um stöðu þyrluflugs á Íslandi og tækifærin framundan. HeliAir Iceland er nýtt fyrirtæki sem sinnir margs konar spennandi verkefnum í að flytja bæði fólk og vörur fyrir innlenda og ekki síst erlenda kúnna. Reynir Freyr hefur áratuga reynslu af þyrluflugi hérlendis og fer m.a. yfir erfiða samkeppni á þessum markaði sem oft er ósanngjörn að hans mati. Rætt er um nám til þyrluflugs, atvinnuhorfur og fordóma sumra í...
Published 03/19/24
Guðmundur Hafsteinsson stjórnarformaður Icelandair Group fer hér vítt og breitt yfir málefni Icelandair og áskoranir í rekstri félagsins. Aðalfundi Icelandair er nýlokið þar sem Guðmundur var endurkjörinn formaður stjórnar. Hann segir félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við spennandi tíma framundan og grípa tækifærin sem gefast. Farið er yfir flotamálin, gengi félagsins á markaði og harða samkeppni á markaðnum og hvernig skiptistöðin í Keflavík nær ekki að anna umferðinni um...
Published 03/09/24
Rætt er við Leif Hallgrímsson sem á einstaka sögu í flugrekstri á Íslandi. Hann stofnaði Mýflug árið 1985 til að sinna, útsýnis- leigu- og kennsluflugi frá flugvellinum í Reykjahlíð – í sinni heimasveit. Það hafa verið mikil tíðindi í rekstri Mýflugs síðustu misserin. Félagið keypti um þriðjungshlut í flugfélaginu Erni og um síðustu áramót missti Mýflug samning um sjúkraflug við ríkið, sem verið hefur meginstoðin í rekstri félagsins síðustu 18 árin. Leifur segir hér frá merkilegri sögu...
Published 01/18/24
Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair segir hér frá met umsvifum félagsins á þessu ári og fyrirhugaðri stækkun. Boeing vélum verður fjölgað fyrir næsta sumar og þjálfun er að hefjast á Airbus á næstu vikum. Linda ræðir ráðningar á flugmönnum, cadet prógram og hvernig félagið reynir að takast á við ýmis krefjandi verkefni sem komið hafa upp á þessu ári.
Published 12/29/23
Rætt er við Hannes S. Thorarenssen flugvirkja sem unnið hefur fyrir fjölda íslenskra og erlendra flugfélaga í gegnum árin. Hann var í áratug bæði flugvirki og flugmaður á DC 3 í landgræðsluflugi og er enn að sinna viðhaldi á Þristinum þótt vélin sé nú eingöngu safngripur. Hannes segir hér frá sínum merkilega ferli í fluginu og einstakri sögu af því þegar hann stökk úr fallhlíf á Grænlandi til að útbúa þar lendingastað fyrir flugvélar.
Published 12/22/23
Rætt er við flugmennina og feðgana Hjörvar Hans Bragason og Braga Sigþórsson sem nú reka Flugskóla Reykjavíkur (RFA.) Skólinn er nú sá eini sem kennir til atvinnuflugmannsréttinda hérlendis eftir að Flugakademía Keilis hætti rekstri. Þeir segja það alls ekki sjálfgefið að þessi rekstur gangi nema gott samstarf náist við flugfélögin, stjórnvöld og lánastofnanir. Rætt er um ýmis mál sem tengjast flugnáminu, samninginn við Keili, fjármögnun á flugnámi, cadet prógröm og fleira. Áhugavert og...
Published 11/20/23
Rætt er við Birgi Jónsson forstjóra Play í tilefni af árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung 2023 þar sem félagið skilar í fyrsta sinn hagnaði eftir skatta. Flugfélagið Play hefur stækkað hratt, er með 10 flugvélar í rekstri og krefjandi vetur framundan þar sem spáð er taprekstri fyrir árið í heild. Farið er yfir stöðu félagsins og rýnt í nokkra þætti úr árshlutauppgjörinu. Þá er fjallað um brotthvarf flugmanna félagsins yfir til Icelandair og um gagnrýni á Play fyrir að hlýta ekki reglum...
Published 11/03/23
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair fer yfir stöðu félagsins eftir öflugt uppgjör 3. ársfjórðungs og horfurnar framundan. Icelandair skilaði yfir 11 milljörðum króna í hagnað eftir skatta á 3. ársfjórðungi og bókunarstaða í farþegafluginu er góð. Fraktstarfsemin gengur hins vegar illa og áskorun verður að snúa þeim rekstri á réttan kjöl. Þá blasa við ýmsar kostnaðarhækkanir og áskoranir í rekstrarumhverfinu auk þess sem innleiðing nýs Airbus flota er á döfinni á næstu misserum sem verður...
Published 10/20/23
Rætt er við Petter Hörnfeldt sem heldur úti viðamikilli útgáfu á youtube til að kynna og fræða áhorfendur um flugmál. Petter var gestur á Reykjavik Flight Safety Symposium á vegum ÖFÍA þar sem hann fór yfir stöðuna og horfur framundan út frá flugmannsstarfinu. Hann telur yfirvofandi mikinn skort á flugmönnum á allra næstu árum og segir frá því hvernig hann telur að flugfélögin og skólar þurfi að mæta þeirri þörf. Hann segir einnig frá störfum sínum semThe Mentour pilot sem m.a. varð til því...
Published 10/14/23
Rætt er við Högna Björn Ómarsson flugstjóra og ritara FÍA í tilefni af Reykjavík Flight Safety Symposium, ráðstefnu ÖFÍA sem haldin verður í sjöunda sinn nú október. Á dagskrá ráðstefnunnar í ár verða margir áhugaverðir fyrirlesarar sem fjalla munu um fjarturna, flugnám og flugkennslu, streitu og kulnun, fíkniefnaskimanir og losunarheimildir. Högni gerir hér lítillega grein fyrir fyrirlesurum og segir frá efni fundarins. Högni Björn segir einnig aðeins frá sínum ferli í fluginu, flugnámi í...
Published 10/07/23
Rætt er við Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair um umfang rekstrarins á nýliðnu sumri og áætlanir félagsins um vöxt á næsta ári. Heiða Njóla fer einnig yfir nýjustu tækni sem er að halda innreið sína í orkuskiptum í fluginu, einkum með notkun vetnis og sjálfbæru þotueldsneyti, sem gæti skipt sköpum í rekstri flugfélaga á næstu árum. Hún skýrir einnig fyrirliggjandi plön varðandi þróun ETS viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir í flugi, sem mun...
Published 09/21/23
Samantekt frá flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli 3. júní 2023. Rætt er við nokkra sem komu að skipulagningu og dagskrá hátíðarinnar m.a. listflugmennina Snorra Bjarnvin Jónsson og Luke Penner. Fjölmargir gestir nýttu tækifærið til að skoða gamlar og nýjar flugvélar, sjá ýmsan búnað sem tilheyrir flugvallarekstri og fræðast um leið um flugið, en þetta var í fyrsta sinn í 4 ár sem flugdagur er haldinn á Reykjavíkurflugvelli. Viðmælendur eru: Matthías Sveinbjörnsson, Dagbjartur Einarsson,...
Published 08/31/23
Rætt er við Óskar Pétur Sævarsson forstöðumann Flugakademíu Íslands um stöðu atvinnuflugnáms í dag og horfurnar framundan. Á kóvid tímanum hrundi aðsókn í atvinnuflugnám hérlendis eins og víðar um heim. Nú þegar atvinnugreinin er að taka all hressilega við sér á nýjan leik gæti blasað við skortur á sérhæfðu starfsfólki sem fylgir auknum umsvifum flugfélaganna. Óskar Pétur telur nauðsynlengt að koma flugnáminu inn í menntakerfið hérlendis og kallar eftir því að ríkið komi með meiri og betri...
Published 05/12/23
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um þá ákvörðun félagsins að semja við Airbus í stað Boeing varðandi endurnýjun flugflotans. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup á allt að 25 Airbus XLR vélum og er ætlunin að innleiðing á LR vélum byrji árið 2025. Bogi ræðir einnig afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi, horfurnar framundan og ýmsar áskoranir sem við blasa.
Published 05/05/23
Rætt er við norska fluggreinandann Hans Jörgen Elnæs um stöðu og horfur á evrópskum flugmarkaði og einkum stöðu íslensku flugfélaganna Icelandair og Play. Tekjur þeirra og sætanýting hefur verið afar góð síðustu mánuði og íslensku félögin hafa líkt og fleiri verið að auka verulega framboð á ferðum og kynna nýja áfangastaði. Hans Jörgen segir allt útlit fyrir að eftirspurnin eftir flugi á Atlantshafinu verði umfram framboð flugfélaganna yfir háannatímann í sumar. Farið er yfir þann öra vöxt...
Published 04/26/23
Rætt er við Einar Dagbjartsson flugstjóra frá Grindvík sem á skrautlegan og merkilegan feril í fluginu og lífinu almennt. Einar segir frá uppvextinum suður með sjó og hvernig hann leiddist út í að læra atvinnuflugið sem hann hefur starfað við í um 40 ár með hléum. Einar hefur barist við bakkus og sigrast á þunglyndi og liðsinnir í dag öðrum sem glíma við erfiðleika af þeim toga. Þátturinn var tekinn upp með áhorfendum í sal Mossley í Kópavogi.
Published 04/17/23
Rætt er við Matthías Sveinbjörnsson forseta Flugmálafélags Íslands um uppganginn sem nú er í fluginu eftir nokkur mögur ár. Fyrirtækin eru farin að keppa um starfsfólk, einkum í sérhæfðari störfin. Aðsókn að námi tengdu flugi minnkaði í heimsfaraldrinum og gæti dregið dilk á eftir sér. Fjallað er um byltinguna sem er að verða í orkuskiptum í fluginu og yfirvofandi kolefnisskatt á flugleiðina til landsins. Þá segir Matthías segir stuttlega frá starfi tekjustýringar Icelandair þar sem hann er...
Published 03/24/23