#86 - Risaflugfélagið RiyadhAir í bígerð – flugmannslíf í miðausturlöndum – Hannes Ingi Guðmundsson
Description
Hannes Ingi Guðmundsson þjálfunarflugstjóri RiyadhAir segir hér frá atriðum á merkilegum ferli sínum og þáttöku í því stóra verkefni við að koma rekstri RiyadhAir af stað á næstu mánuðum. Áætlanir félagsins eru að stækka mjög hratt á allra næstu árum og hefur félagið nú þegar yfir 70 B787 Dreamliner flugvélar í pöntun frá Boeing verksmiðjunum.
Hannes Ingi gefur hlustendum innsýn í líf flugmannsins í miðausturlöndum þar sem hann á mörg ár að baki í vinnu fyrir Emirates í Dubai, en Dalvíkingurinn tók sín fyrstu skref í fluginu hér á Íslandi, en hélt síðan af landi brott til að vinna fyrir RyanAir og svo Emirates.