#90 – Enn þrengt að Reykjavíkurflugvelli – bara hnignun og engar lausnir – Sigrún Björk Jakobsdóttir
Description
Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA og ræðir í þessum þætti um þau fjölmörgu verkefni sem hún er að fást við. Um innanlandsflugvellina á Íslandi fara um 700 þúsund farþegar á ári og þrátt fyrir smæðina er kerfið afar mikilvægt fyrir alla landsmenn, en um leið brothætt að sögn Sigrúnar. Hún gagnrýnir hvernig stöðugt er þrengt að Reykjavíkurflugvelli og skilur ekki hvers vegna sjónarmið sem varða flugöryggi skuli ekki fá betri hljómgrunn. Sigrún Björk fer einnig yfir uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og ræðir um ýmsa aðra flugvelli, ekki síst út frá mikilvægi þeirra í sjúkraflugi ef slys verða út um landið.