#71 – Ágjöf en aldrei uppgjöf – Mýflug/Ernir, Sjúkraflugið o.fl. – Leifur Hallgrímsson
Listen now
Description
Rætt er við Leif Hallgrímsson sem á einstaka sögu í flugrekstri á Íslandi. Hann stofnaði Mýflug árið 1985 til að sinna, útsýnis- leigu- og kennsluflugi frá flugvellinum í Reykjahlíð – í sinni heimasveit. Það hafa verið mikil tíðindi í rekstri Mýflugs síðustu misserin. Félagið keypti um þriðjungshlut í flugfélaginu Erni og um síðustu áramót missti Mýflug samning um sjúkraflug við ríkið, sem verið hefur meginstoðin í rekstri félagsins síðustu 18 árin. Leifur segir hér frá merkilegri sögu Mýflugs, hvernig kaupin á hlut í Erni komu til og áætlanir varðandi þessi tvö félög, ásamt ýmsu sem hann hefur gengið í gegnum á löngum ferli. Þátturinn var tekinn upp á veitinga- og gististaðnum Vogafjósi í Mývatnssveit 10. janúar 2024.
More Episodes
Hér fer þriðji hluti í samantekt Flugvarpsins um DC-3 flugvélar á Íslandi í tilefni af 80 ára afmæli fyrstu DC-3 flugvélar Íslendinga. Rifjuð eru upp þrjú mannskæð flugslys sem urðu á þessari tegund flugvélar hérlendis. Tvö þeirra þar sem sérstaklega djúpt skarð var höggvið í íbúafjölda...
Published 06/05/24
Published 06/05/24
Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um ókyrrð í flugi eins og heiðkviku (clear air turbulence), sem nýleg dæmi sýna að geta valdið stórslysum um borð í flugvélum. Hvar og hvernig myndast heiðkvikan og hvað veldur því hversu mikil hún verður? Eru varasamar aðstæður og öfgar í veðrinu að...
Published 05/29/24