#88 - Stórframkvæmdir ISAVIA í KEF og farþegum fjölgar – Sveinbjörn Indriðason
Listen now
Description
Rætt er við Sveinbjörn Indriðason forstjóra ISAVIA en fyrirtækið er í lykilhlutverki í flugmálum landsins með rekstri og uppbyggingu á innviðum fyrir flugið. Sveinbjörn fer yfir reksturinn á Keflavíkurflugvelli, áskoranir með auknum fjölda farþega, einkum tengifarþega, stórframkvæmdir og vöxtinn framundan þrátt fyrir að ferðamönnum til Íslands fjölgi minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sala á fríhöfninni er á döfinni og Sveinbjörn telur einnig skynsamlegt að fá erlendra fjárfesta inn sem eiganda að Keflavíkurflugvelli líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum. Sveinbjörn fer yfir breytingar sem hafa orðið varðandi möguleika ISAVIA til að kyrrsetja flugvélar ef til skuldar kemur hjá flugrekanda, eftir að hæstiréttur sýknaði ALC flugvélaleigusalann af kröfu ISAVIA s.l. vor. Þá er rætt um ANS dótturfélag ISAVIA sem rekur íslenska flugstjórnarsvæðið og vandræðagang í skipulagsmálum á Reykjavíkurflugvelli, trén frægu í Öskjuhlíð og ýmislegt varðandi rekstur annarra innanlandsflugvalla landsins.
More Episodes
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um uppgjör félagsins eftir fyrstu 9 mánuði ársins 2024. Tekjur félagsins dragast verulega saman og hagnaðurinn var tæpum tveimur milljörðum króna lakari miðað við sama tíma í fyrra eða 9,5 milljarðar. Bogi ræðir hér um síkvikar breytingar á...
Published 10/23/24
Published 10/23/24