#91 – Flugöryggismálin og RFSS – BIRK og Hvassahraunið - Jón Hörður Jónsson og Matthías Arngrímsson
Description
Flugöryggismál eru viðfangsefni þessa þáttar. Rætt er við þá Jón Hörð Jónsson formann Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Matthías Arngrímsson skólastjóra Geirfugls og nefndarmann í ÖFÍA um ýmislegt sem hæst ber í flugöryggismálum um þessar mundir. Tilefnið er árleg flugöryggisráðstefna – Reykjavik Flight Safety Symposium sem haldin verður 10. október n.k. og í þættinum er tæpt á helstu viðfangsefnum ráðstefnunnar í ár eins og GPS truflunum í flugi og netárásum.
Jón Hörður og Matthías telja ýmislegt gagnrýnivert í nýrri skýrslu varðandi mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni og í tengslum við það er einnig farið yfir hvernig stöðugt hefur verið þrengt að Reykjavíkurflugvelli mörg síðustu ár. Í þættinum er einnig fjallað um möguleg áhrif vindmylla á flugöryggi, en áætlanir eru uppi um stóra vindmyllugarða bæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og víða um land.
Tómas Dagur Helgason segir hér frá fjölbreyttum ferli í fluginu. Það varð honum mikið áfall að missa heilbrigðisvottorðið og þar með flugréttindin vegna sykursýki fyrir um áratug síðan, en hann hefur æ síðan barist ötullega fyrir því að fá reglum breytt í Evrópu í þá átt að heimila sykursjúkum að...
Published 11/18/24
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um uppgjör félagsins eftir fyrstu 9 mánuði ársins 2024. Tekjur félagsins dragast verulega saman og hagnaðurinn var tæpum tveimur milljörðum króna lakari miðað við sama tíma í fyrra eða 9,5 milljarðar. Bogi ræðir hér um síkvikar breytingar á...
Published 10/23/24