#84 – Nýr Flugskóli Íslands – vilja efla flugnám og fá því sess í menntakerfinu – Sölvi Þórðarson
Listen now
Description
Rætt er við Sölva Þórðarson skólastjóra og einn af eigendum Flugskóla Íslands sem auglýsir nú atvinnuflugnám í samstarfi við Sevenair flugskólann í Portúgal. Sölvi hefur ásamt fleirum rekið skóla undir nafninu Icelandic Aviation Training í nokkur ár þar sem fókusinn hefur aðallega verið að þjónusta flugrekendur bæði hér heima og erlendis með tegundaráritanir og síþjálfun flugáhafna. Nú hefur skólinn tekið upp nafnið Flugskóli Íslands og býður upp á nám til atvinnuflugmanns frá a til ö. Sölvi segir í þættinum ítarlega frá þessu nýja námsframboði og ræðir um stöðu flugnámsins eftir margvíslegar breytingar á þeim markaði á síðustu árum.
More Episodes
Tómas Dagur Helgason segir hér frá fjölbreyttum ferli í fluginu. Það varð honum mikið áfall að missa heilbrigðisvottorðið og þar með flugréttindin vegna sykursýki fyrir um áratug síðan, en hann hefur æ síðan barist ötullega fyrir því að fá reglum breytt í Evrópu í þá átt að heimila sykursjúkum að...
Published 11/18/24
Published 11/18/24
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um uppgjör félagsins eftir fyrstu 9 mánuði ársins 2024. Tekjur félagsins dragast verulega saman og hagnaðurinn var tæpum tveimur milljörðum króna lakari miðað við sama tíma í fyrra eða 9,5 milljarðar. Bogi ræðir hér um síkvikar breytingar á...
Published 10/23/24