Description
Halldór Árnason gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum síðasta sunnudag eftir úrslitaleik gegn Víkingi í Fossvogi.
Halldór var á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Breiðabliks en hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með liðið.
Halldór mætti í spjall á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir frábært tímabil Blika, sem og sína leið í þjálfun.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 23. nóvember. Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars fara yfir landsliðið og fréttaflóðið úr Bestu deildinni þar sem félögin keppast um að styrkja sig.
Gestur þáttarins er Íslandsmeistarinn Viktor Örn Margeirsson sem átti frábært tímabil með Breiðabliki...
Published 11/23/24
Þetta er síðasti þátturinn í 16-liða úrslitum og eftir þennan þátt er það ljóst hverjir munu taka þátt í 8-liða úrslitunum. Í þessum þætti tekur Haraldur Örn á móti Ragnari Braga Sveinssyni sem keppir fyrir Fylki og Jóhanni Inga Hafþórssyni sem keppir fyrir MBL.
Published 11/21/24