Episodes
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 27. apríl. Umsjón: Elvar Geir og Benedikt Bóas. Lengjudeildin er aðalmálið í þættinum. Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur velur úrvalslið deildarinnar og afhjúpað er hvernig spá þjálfara og fyrirliða lítur út. Einnig verður farið yfir bikarleikina, tíðindi gluggadagsins og hitað upp fyrir fjórðu umferð Bestu deildarinnar.
Published 04/27/24
Published 04/27/24
Monster umferð hjá mörgum fantasy spilurum. Man City í bílstjórasætinu. Liverpool missteig sig illa. Arsenal heldur áfram að halda markinu sínu hreinu. Sá stóri í Kristals höllinni heitir Jean Phillip Mateta. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Published 04/26/24
Viðburðarrík helgi að baki í enska boltanum þar sem bæði var spilað í ensku úrvalsdeildinni og þeirri elstu og virtustu, ensku bikarkeppninni. Manchester United var stálheppið gegn Coventry, Guardiola brjálaður eftir sigurleik og Arsenal og Liverpool komust aftur á sigurbraut. Gummi og Steinke eru á sínum stað en Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, er sérstakur gestur í þættinum.
Published 04/22/24
3. umferð Bestu deildarinnar tekin fyrir í Innkastinu. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Valur Gunnars. Íslandsmeistarar Víkings eru eina liðið með fullt hús stiga og miðað við næstu leiki er möguleiki á að þeir stingi aftur af! Blikar órafjarri Víkingum, Skagamenn elska að vera einum fleiri, Djúpmenn unnu fyrir norðan, Rúnar Kristins skákaði KR, Björn Daníel með Bergkamp takta og pirringur í þjálfara Vals.
Published 04/21/24
Besta deild kvenna hefst í dag og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Því er spáð að Valur muni verja Íslandsmeistaratitil sinn í sumar. Við höfum hitað upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, og Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður liðsins, mættu í heimsókn og fóru yfir stemninguna á Hlíðarenda.
Published 04/21/24
Besta deild kvenna hefst á morgun og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Breiðabliki er spáð öðru sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og Birta Georgsdóttir, framherji liðsins, mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna í græna hluta Kópavogs.
Published 04/20/24
Besta deild kvenna hefst á morgun og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Þór/KA er spáð þriðja sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, og Sandra María Jessen, lykilmaður liðsins, mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net þegar kynningarfundur fyrir Bestu deildina fór fram í vikunni. Þau fóru yfir stöðuna á...
Published 04/20/24
Besta deildin er aðalmálið í útvarpsþættinum Fótbolti.net þessa vikuna. Elvar Geir og Tómas Þór eru umsjónarmenn þáttarins. Sérstakur gestur og sérfræðingur í þættinum er Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA og Vals. Leikur Stjörnunnar og Vals er gerður upp og hitað upp fyrir komandi leiki, þar á meðal stórleik Víkings og Breiðabliks. Í lok þáttar er farið í Evrópuboltann og enska boltann.
Published 04/20/24
Besta deild kvenna hefst á morgun og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. FH er spáð fjórða sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, og Valgerður Ósk Valsdóttir, leikmaður liðsins, mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna í Kaplakrika.
Published 04/20/24
Besta deild kvenna hefst á sunnudaginn og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Stjörnunni er spáð fimmta sæti deildarinnar í spá Fótbolta.net. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, og Andrea Mist Pálsdóttir, miðjumaður liðsins, mættu í heimsókn í dag og fóru yfir stöðuna í Garðabænum.
Published 04/19/24
Besta deild kvenna hefst á sunnudaginn og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Í sjötta sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið er Þróttur Reykjavík. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Sæunn Björnsdóttir, leikmenn Þróttar, mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna í Laugardalnum.
Published 04/18/24
Besta deild kvenna hefst um næstu helgi og er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur muni enda í sjöunda sæti deildarinnar. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Selma Dögg Björgvinsdóttir og Erna Guðrún Magnúsdóttir, góðar vinkonur úr Víkingi, mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna á heimavelli hamingjunnar.
Published 04/17/24
Liverpool og Arsenal töpuðu bæði á heimavelli í toppbaráttunni. Man City er þekkt stærð á toppnum. Cole Palmer er engum líkur og henti í fernu gegn Everton. Rauða spjaldið, topp 3 og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Published 04/16/24
Besta deild kvenna hefst næsta sunnudag. Við á Fótbolti.net erum byrjuð að opinbera spá okkar en í áttunda sæti í spánni er Tindastóll. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, var á línunni fyrir hönd Tindastóls. Hann er þjálfari Stólanna og er spenntur fyrir komandi keppnistímabili.
Published 04/16/24
Það var mikið sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi en titilbaráttan er mögulega bara búin eftir leiki helgarinnar. Liverpool tapaði og Arsenal tapaði. Enn eina ferðina virðist Pep Guardiola ætla að standa uppi sem sigurvegari. Óskar Smári Haraldsson, stuðningsmaður Liverpool, mætti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir stöðuna með Gumma og Steinke.
Published 04/16/24
Innkastið eftir 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er besti sportbar landsins (samkvæmt Reykjavík Grapevine), Ölver í Glæsibæ, sem býður upp á þáttinn. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Valur Gunnars gera upp alla leiki umferðarinnar. Hlíðarendi nötrar strax eftir fyrsta hliðarspor, Viktor Jóns sökkti HK, FH sótti öll stigin norður, Breiðablik með yfirburði gegn Vestra og Framarar tóku á móti Íslandsmeisturunum.
Published 04/15/24
Það er núna akkúrat vika í það að Besta deild kvenna fari af stað en sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir muni enda í níunda sæti deildarinnar. Við á Fótbolti.net munum hita upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Systurnar Eva Rut og Sara Dögg Ásþórsdætur mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna hjá Fylki.
Published 04/15/24
Það er núna akkúrat vika í það að Besta deild kvenna fari af stað en sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í tíunda sæti deildarinnar. Við á Fótbolti.net munum hita upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Viðtölin eru gefin út á hlaðvarpsformi en fyrir hönd Keflavíkur mættu Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari, og Kristrún Ýr Holm, fyrirliði.
Published 04/15/24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 13. apríl. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Fjallað um sigur KR í Garðabænum og hitað upp fyrir aðra leiki umferðarinnar. Gestur þáttarins er Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari og nú meðlimur dómaranefndar KSÍ. Dómgæslan hefur verið mikið í umræðunni og ýmislegt að fara yfir.
Published 04/13/24
El Jóhann, sem fer oft hamförum á X, var gestur þeirra Sæbjörns og Guðmunds í þætti dagsins. Í fyrri hluta þáttarins var áherslan á leikjunum í Meistaradeildinni í liðinni viku og svo var rætt um titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni í seinni hlutanum. Tvær vítaspyrnur á Emirates? Rautt á Kane? Veislan á Bernabeu og getur Mbappe komið til baka?
Published 04/11/24
Innkastið eftir 1. umferð Bestu deildarinnar 2024. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Valur Gunnars gera upp alla leiki umferðarinnar. FH átti að fá víti í Kópavogi, Gylfi geggjaður, markaregn í Árbæ, Fram vann nýliðana, KA óð í færum og Víkingar öruggir gegn Stjörnunni.
Published 04/08/24
Kevin De Bruyne með sýningu á Selhurst Park. Kai Haverts er búinn að troða sokk ofan í gagnrýnisraddir. Ollie Watkins mættur aftur og setti tvö. Luton með gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Published 04/08/24
Diljá Ýr Zomers átti sinn besta landsleik til þessa þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi síðasta föstudag. Hún var frábær á kantinum og skoraði annað mark íslenska liðsins í leiknum. Um var að ræða annað markið sem Diljá gerir í ellefu A-landsleikjum, en hún spilaði sinn fyrsta landsleik á síðasta ári og hefur síðan þá unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Diljá, sem hefur átt magnað tímabil með Leuven í Belgíu, hefur ekki alltaf fengið traustið á ferli sínum og fyrir ekki svo mörgum árum...
Published 04/08/24
Hitað er rækilega upp fyrir Bestu deild karla í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir og Tómas Þór skoða alla leiki fyrstu umferðar og spá í spilin fyrir deildina. Með þeim er Ingólfur Sigurðsson sérstakur sérfræðingur. Farið er yfir helstu fréttirnar í aðdraganda mótsins og heyrt í þjálfurum úr deildinni.
Published 04/06/24