Episodes
Það er núna akkúrat vika í það að Besta deild kvenna fari af stað en sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir muni enda í níunda sæti deildarinnar. Við á Fótbolti.net munum hita upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Systurnar Eva Rut og Sara Dögg Ásþórsdætur mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna hjá Fylki.
Published 04/15/24
Það er núna akkúrat vika í það að Besta deild kvenna fari af stað en sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í tíunda sæti deildarinnar. Við á Fótbolti.net munum hita upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Viðtölin eru gefin út á hlaðvarpsformi en fyrir hönd Keflavíkur mættu Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari, og Kristrún Ýr Holm, fyrirliði.
Published 04/15/24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 13. apríl. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Fjallað um sigur KR í Garðabænum og hitað upp fyrir aðra leiki umferðarinnar. Gestur þáttarins er Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari og nú meðlimur dómaranefndar KSÍ. Dómgæslan hefur verið mikið í umræðunni og ýmislegt að fara yfir.
Published 04/13/24
El Jóhann, sem fer oft hamförum á X, var gestur þeirra Sæbjörns og Guðmunds í þætti dagsins. Í fyrri hluta þáttarins var áherslan á leikjunum í Meistaradeildinni í liðinni viku og svo var rætt um titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni í seinni hlutanum. Tvær vítaspyrnur á Emirates? Rautt á Kane? Veislan á Bernabeu og getur Mbappe komið til baka?
Published 04/11/24
Innkastið eftir 1. umferð Bestu deildarinnar 2024. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Valur Gunnars gera upp alla leiki umferðarinnar. FH átti að fá víti í Kópavogi, Gylfi geggjaður, markaregn í Árbæ, Fram vann nýliðana, KA óð í færum og Víkingar öruggir gegn Stjörnunni.
Published 04/08/24
Kevin De Bruyne með sýningu á Selhurst Park. Kai Haverts er búinn að troða sokk ofan í gagnrýnisraddir. Ollie Watkins mættur aftur og setti tvö. Luton með gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Published 04/08/24
Diljá Ýr Zomers átti sinn besta landsleik til þessa þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi síðasta föstudag. Hún var frábær á kantinum og skoraði annað mark íslenska liðsins í leiknum. Um var að ræða annað markið sem Diljá gerir í ellefu A-landsleikjum, en hún spilaði sinn fyrsta landsleik á síðasta ári og hefur síðan þá unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Diljá, sem hefur átt magnað tímabil með Leuven í Belgíu, hefur ekki alltaf fengið traustið á ferli sínum og fyrir ekki svo mörgum árum...
Published 04/08/24
Hitað er rækilega upp fyrir Bestu deild karla í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir og Tómas Þór skoða alla leiki fyrstu umferðar og spá í spilin fyrir deildina. Með þeim er Ingólfur Sigurðsson sérstakur sérfræðingur. Farið er yfir helstu fréttirnar í aðdraganda mótsins og heyrt í þjálfurum úr deildinni.
Published 04/06/24
Í dag er komið að þessu. Besta deildin er að fara af stað. Í efsta sæti í spá okkar Fótbolta.net fyrir tímabilið eru Valsmenn. Jóhann Skúli Jónsson og Jóhann Alfreð Kristinsson mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net til að fara yfir stöðuna hjá Val fyrir tímabiliið sem framundan er. Þá er sjálfur Adam Ægir Pálsson á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 04/06/24
Þetta er að byrja! Á morgun hefst Besta deildin 2024 þegar Víkingur og Stjarnan eigast við í opnunarleiknum. Víkingum er spáð öðru sæti deildarinnar en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, og Þórður Ingason, fyrrum markvörður Víkinga, mættu í heimsókn á skrifstofu .net og fóru þar yfir stöðuna hjá Víkingum. Þá er Halldór Smári Sigurðsson á línunni í seinni hluta þáttarins en hann er orðinn titlaóður.
Published 04/05/24
Tryllt þrenna hjá Foden og ekki sú fyrsta á tímabilinu. Cole Palmer er kóngurinn á brúnni. Alexis McAllister með einn eitt gullmarkið fyrir Liverpool. Fantasy spilarar grátt leiknir þessa umferðina. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Published 04/05/24
Það var spilað í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni, en umferðin kláraðist í gær með tveimur leikjum. Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson mætti á skrifstofu .net í dag og fór yfir umferðina ásamt Gumma og Steinke. Núna erum við að fara inn í lokasprettinn og titilbaráttan hefur sjaldan verið eins spennandi.
Published 04/05/24
Besta deildin hefst á morgun! Í þriðja sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið er Stjarnan. Hinn skemmtilegi Þorkell Máni Pétursson mætti í heimsókn á skrifstofu .net og ræddi um Stjörnuna en hann er mikill stuðningsmaður félagsins. Þá er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 04/05/24
Besta deildin hefst eftir tvo daga en í fjórða sæti spá Fótbolta.net fyrir mótið er Breiðablik. Kristján Óli Sigurðsson, betur þekktur sem Höfðinginn, og Sigurjón Jónsson, Sörens, mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og ræddu stöðuna hjá Blikum. Þá er Damir Muminovic, varnarmaður Blika, á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 04/04/24
Áfram höldum við að telja niður fyrir Bestu deildina en mótið hefst á laugardaginn. Núna er komið að KR sem er spáð fimmta sæti. Sindri Snær Jensson, fyrrum markvörður KR, og íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fóru þar yfir stöðuna hjá Vesturbæjarstórveldinu. Þá er Elmar Bjarnason, leikmaður liðsins, á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 04/03/24
Áfram höldum við að telja niður fyrir Bestu deildina en mótið hefst á laugardaginn. Í sjötta sæti í spánni er FH en feðgarnir Hörður Magnússon og Magnús Haukur Harðarson komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net til að ræða Fimleikafélagið. Þá er markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 04/03/24
Þeir Elvar Geir og Tómas Þór, þáttarstjórnendur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, gerðu upp umferðina í ensku úrvalsdeildinni með Sæbirni Steinke. Tómas var á Etihad á sunnudeginum og sagði frá skemmtilegu atviki sem tengist Robert Pires sem einnig var á leiknum. Liverpool gat heldur betur fagnað því sigur vannst gegn Brighton og á sama tíma gerðu samkeppnisaðilarnir jafntefli í stórleiknum. Man Utd fékk á sig endalaust af skotum gegn Brentford og Chelsea gat ekki klárað tíu leikmenn Burnley....
Published 04/02/24
Við á .net höldum áfram að opinbera hvar liðin eru í spá okkar fyrir Bestu deild karla. Það eru aðeins fimm dagar í fyrsta leik en KA er í sjöunda sæti. Haraldur Örn Haraldsson og Skúli Bragi Geirdal, stuðningsmenn KA, mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og fóru yfir stöðuna hjá Akureyrarfélaginu. Það skal tekið fram að þeirra partur var tekinn upp áður en Viðar Örn Kjartansson gengur í raðir. Svo er rætt við Ívar Örn Árnason, fyrirliða KA í seinni hlutanum.
Published 04/02/24
Við á .net höldum áfram að opinbera hvar liðin eru í spá okkar fyrir Bestu deildar karla eftir stutt páskafrí. Það eru núna aðeins fimm dagar í að deildin fari af stað. Í áttunda sæti í spánni er Fram en Stefán Pálsson, sagnfræðingur, mætti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í síðustu viku og ræddi þar um sitt uppáhalds félag, ásamt Luton á Englandi. Þá er markahrókurinn Guðmundur Magnússon á línunni í seinni hluta þáttarins þar sem hann fer yfir síðasta tímabil og komandi sumar.
Published 04/02/24
Liverpool aftur á toppinn. Stórmeistarajafntefli á Etihad. Newcastle með magnaðan endurkomusigur. Spurs og Villa bæði með sigra og spennan magnast líka í fallbaráttunni. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Published 04/01/24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 30. mars. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. - Rætt um Bestu deildina og Vetrarverðlaunin veitt, hverjir sköruðu fram úr á undirbúningstímabilinu? - Tómas Þór segir skoðun sína á landsleiknum gegn Úkraínu. - Viðar Örn Kjartansson í símaviðtali en risastórar fréttir bárust frá Akureyri þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður KA. - Kristján Atli mætir með enska hringborðið, þriðja fjórðungsuppgjörið og Benedikt Bóas er í beinni frá St James' Park.
Published 03/30/24
Það eru níu dagar núna í það að Besta deildin fari af stað! Í dag tökum við fyrir ÍA í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Frændurnir Sverrir Mar Smárason og Andri Júlíusson mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og greindu Skagamenn. Arnór Smárason, bróðir Sverris og fyrirliði ÍA, er þá á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 03/28/24
Það eru tíu dagar núna í það að Besta deildin fari af stað! Í dag tökum við fyrir Vestra í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Fréttamaðurinn Aron Guðmundsson og Sigurgeir Sveinn Gíslason, goðsögn hjá félaginu, mættu til að fara yfir málin. Þá er Benedikt Warén á línunni í seinni hlutanum en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Vestra fyrir síðasta tímabil og hjálpaði liðinu að komast upp.
Published 03/27/24
Lokaþáttur Aldrei heim, markmiðið að komast á EM náðist því miður ekki. Daginn eftir tapið gegn Úkraínu fara Elvar Geir og Sæbjörn Steinke yfir leikinn og niðurstöðuna. Farið er yfir einkunnir íslenskra leikmanna, helstu umræðupunkta og framhaldið hjá liðinu. Við þökkum fyrir hlustunina á hlaðvarpsþætti okkar frá Ungverjalandi og Póllandi. Áfram Ísland!
Published 03/27/24
Það eru ellefu dagar í það að Besta deildin fari af stað en í dag tökum við Fylki fyrir í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Kristján Gylfi Guðmundsson og Þorsteinn Lár Ragnarsson, stuðningsmenn Fylkis, mættu í dag í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og fóru um víðan völl. Þá er Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, á línunni í seinni hluta þáttarins.
Published 03/26/24