Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Listen now
Description
Diljá Ýr Zomers átti sinn besta landsleik til þessa þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi síðasta föstudag. Hún var frábær á kantinum og skoraði annað mark íslenska liðsins í leiknum. Um var að ræða annað markið sem Diljá gerir í ellefu A-landsleikjum, en hún spilaði sinn fyrsta landsleik á síðasta ári og hefur síðan þá unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Diljá, sem hefur átt magnað tímabil með Leuven í Belgíu, hefur ekki alltaf fengið traustið á ferli sínum og fyrir ekki svo mörgum árum síðan var hún nálægt því að hætta í fótbolta. En í staðinn breyttist ferill hennar til hins betra á augabragði. Diljá settist niður með fréttamanni Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Hollandi í dag og fór þar aðeins yfir ferilinn til þessa, og sína frekar óhefðbundnu leið í landsliðið.
More Episodes
Innkastið eftir 6. umferð Bestu deildarinnar. Það er sportbarinn Ölver sem býður upp á Innkastið. Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke skoða alla leiki umferðarinnar. Víkingur vann toppslaginn, pressan eykst á Gregg Ryder, HK í fantastuði, gæði Breiðabliks gerðu gæfumun, Valur vann KA og...
Published 05/12/24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 11. maí. Umsjón Elvar Geir og Tómas Þór. Böðvar Böðvarsson leikmaður FH er gestur en hann kom aftur heim fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku. FH-ingar hafa farið vel af stað á tímabilinu og leika toppslag gegn Víkingum. Rætt er um stórtíðindin í gær...
Published 05/11/24
Published 05/11/24