Episodes
Jafnteflis tap á Old Trafford og svekkjandi helgi í boltanum en sigur í miðri viku. Amorim að nálagst Anfield? Fréttir vikunnar og nýtt Ögurverk lið aldarinnar. Næst hjá Liverpool eru tveir leikir á Anfield. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Óli Haukur og SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
Published 04/09/24
Published 04/09/24
Súper Sunnudagur og Liverpool einir á toppnum eftir þessa viku. Stórar fréttir af þjálfaraleit Liverpool og tveir hrikalega mikilvægir leikir framundan. Fengum meistara Bjössa Hreiðars til að spá í spilin með okkur að þessu sinni. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done MP3: Þáttur 469
Published 04/01/24
Hvað bíður nýs stjóra hjá Liverpool og hvernig er staðan núna í þjálfaraleit stóru liðanna? Brighton kemur í heimsókn á sunnudaginn og strax á eftir þeim leik mætast Arsenal og Man City. Mjög þétt prógram framundan hjá Liverpool og ekki nema þrír deildarleikir á sjö dögum strax í kjölfarið á landsleikjapásunni. Réðum svo stjóra í Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum aldarinnar Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir...
Published 03/26/24
Síðasta landsleikjahlé tímabilsins fyrir rosalegan endasprett í deildinni og ljóst að Liverpool verður að keppa á tveimur vígstöðvum í stað þriggja eftir svekkjandi endi í framlengdum leik í enska bikarnum. Það var þó alltaf þriðja mikilvægasta málið á dagskrá enda Liverpool með sinn aðalfókus á aðrar keppnir, Sparta Prag var ekkert vandamál í 16-liða úrslitum og ljóst að næsta verkefni verður á Ítalíu. Við gætum átt 12-15 leiki eftir undir stjórn Klopp eftir því hvernig gengur í...
Published 03/19/24
Enn eitt helvítis jafnteflið í þessum stóru leikjum tímabilsins og enn einu sinni dómaramistök sem falla ekki með okkar mönnum. Frammistaða Liverpool hinsvegar ekkert annað en stórkostleg í báðum leikjum vikunnar, bæði innan sem utan vallar. Leikurinn á Anfield er alveg á lista fyrir einn besta leik tímabilsins. Spennandi fréttir í síðustu viku þess efnis að Michael Edwards væri líklega að snúa aftur til Liverpool ásamt vini sínum Richard Hughes sem hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá...
Published 03/11/24
Fjórtán menn á meiðslalista og áfram skröltir´ann þó. Tveir magnaðir sigurleikir í vikunni og rosalegur stórleikur framundan um helgina. Slúður um mögulega endurkomu Michael Edwards og helstu fréttir síðustu viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.  
Published 03/04/24
Eftir að Ryan Gravenberch fór af velli eftir tæplega háflftíma leik á Wembley voru Liverpool án 12 leikmanna sem flestir eru lykilmenn í leikmannahópi Liverpool. Þrátt fyrir það tókst Liverpool að vinna og það á nokkuð sannfærandi hátt Chel$ea, eitt dýrasta lið sögunnar. Liverpool fékk miklu minni hvíld fyrir leik og hafa spilað miklu fleiri leiki en Chelsea í vetur þannig að þegar þeir örfáu lykilmenn sem byrjuðu fóru að þreytast henti Klopp bara krökkunum inná og þeir kláruðu dæmið. Frábær...
Published 02/26/24
Úrslitaleikur um helgina á Anfield South, vonandi bara að okkar menn nái í lið. Sigur á Luton um helgina var vonandi nákvæmlega upphitunin fyrr þann leik. Skoðum hvaða lið verða í Evrópudeildar pottinum á morgun og veltum upp helstu vendingum í þjálfaraslúðri. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
Published 02/22/24
Stór skuggi fyrir frábærum sigri á Brentford þar sem líklega bættust þrír lykil leikmenn til viðbótar við meiðslalistann sem var fáránlegur fyrir. Úrslit í öðrum leikjum þíða þó að Liverpool situr á nýtt eitt á toppnum. Nóg um að vera á Englandi og Luton er verkefni vikunnar Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
Published 02/19/24
Skyldusigur á Burnley, hvað er að koma úr akademíunni, Öguverk lið aldarinnar o.fl. á dagskrá í þætti vikunnar Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn. Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
Published 02/12/24
Næstu fjórir í deildinni eru svokallaðir skyldusigar en andstæðingar Liverpool í þessum leikjum eru í fjórum af sex neðstu sætunum. Þetta eru jafnframt leikir sem Liverpool var í vandræðum með í fyrra. Fyrsti raunverulegi tapleikur tímabilsins um helgina og það nokkuð verðskuldað tap gegn Arsenal en mjög góður sigur á Chelsea í miðri viku með sýningu frá Conor Bradley vann upp á móti því. Bættum hægri bakverði við í hæagi bakvörðinn í Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum...
Published 02/08/24
Við erum mjög langt í frá búnir að jafna okkur á Svarta Föstudeginum en neyðumst nú til að velta hinu óhugsandi fyrir okkur, hver tekur við af Klopp næsta sumar? Ekki bara Klopp heldur öllum hans helstu samstarfsmönnum líka? Liðið hélt annars áfram að malla vel í vikunni og fór áfram í báðum bikarkeppnum, nú er bara Wembley eftir í Deildarbikarnum og í FA Cup fáum við Southampton næst og þar með tækifæri til að nota áfram lagerinn af akademíustrákum sem hafa verið að grípa sín tækifæri...
Published 01/29/24
Þessi föstudagur gat ekki byrjað mikið verr, Juregn Klopp tilkynnti í morgun að þetta tímabil verði hans síðasta sem stjóri Liverpool og ekki nóg með það þá hætta einnig allir hans nánustu samstarfsmenn í þjálfarateyminu. Reyndum að ná utan um þetta í neyðar Gullkasti og spá aðeins í hvert framhaldið verður. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils...
Published 01/26/24
Frábær sigur á útivelli hjá afar ungu Liverpool liði og toppsætið ennþá okkar. Fórum yfir það helsta í þessari viku og hituðum upp fyrir bikarvikuna sem er framundan Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
Published 01/22/24
Liverpool liðið er komið aftur til æfinga og næsti leikur á dagskrá er úti gegn Bournemouth í deildinni áður en okkar menn fara aftur í tvo bikarleiki. Skoðum stöðuna í deildinni og möguleika okkar manna í seinni hlutanum. Athugðum hvort það sé einhver merkjanlegur púls á leikmannamarkaðnum o.fl. Það var svo komið að stjóranum í Ögurverk lið aldarinnar Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni...
Published 01/17/24
Frábær sigur á Emirates og Liverpool fer því áfram í bikarnum, næstu leikur í þeirri keppni er í lok mánaðar. Undanúrslit í deildarbikarnum eru næst á dagskrá og svo smá vetrarfrí. Enn heldur meiðslalistinn áfram að lengjast en vonandi sjáum við aðeins til sólar frá og með næsta mánuði. Fram að því er leikmannaglugginn opinn og a.m.k. hægt að bregðast eitthvað við. Það var svo auðvitað klárað að fylla upp í Ögurverk lið aldarinnar og bætt við sóknarmanni Stjórnandi: Einar Matthías ...
Published 01/09/24
Liverpool bauð upp á flugeldasýningu á nýársdag í einhverri mestu einstefnu sem sést hefur skv. útreikningum á marktækifærum (xG) síðan þær mælingar hófust. Fjögur mörk var niðurstaðan og Liverpool hefði vel getað skorað tíu mörk til viðbótar. Livrpool er fyrir vikið eitt á toppnum þegar tímabilið er rúmlega hálfnað og haldi liðið áfram að spila svona þarf töluvert til að taka það af okkar mönnum og það voru sannarlega nokkur úrslit í öðrum leikjum sem féllu með okkar mönnum. Janúarglugginn...
Published 01/02/24
Síðasti þáttur ársins og af því tilefni spáðum við aðeins í leikmannamarkaðinn framundan í janúar. Hlóðum í stutt uppgjör á árinu 2023 þar sem helst stendur uppúr að Liverpool varn Man Utd 7-0 á Anfield. Þrír nokkuð ólíkir leikir í jólatörninni og alvöru slagur framundan strax eftir jól. Það kom svo vinstri vængframherji/sóknarmaður í Ögurverk lið aldarinnar Þökkum öllum hlustendum og lesendum fyrir árið, næsta ár verður að sjálfsögðu okkar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn...
Published 12/28/23
Hrikalega svekkjandi markalaust jafntefli á Anfield um helgina og ósannfærandi frammistaða hjá okkar mönnum. Of margir lykilmenn ekki alveg að finna fjölina undanfarnar vikur en þurfa heldur betur að leita betur fyrir stórleikinn um næstu helgi. Toppsætið um jólin í boði í þeim leik. Það er svo ljóst hvaða lið verða með Liverpool í Evrópudeildinni eftir áramót þó Liverpool verði reyndar ekki með í næstu umferð. Hörku umferð í enska boltanum, enn tapar Man City niður óvæntum stigum, United...
Published 12/19/23
Tilvitnun Bill Shankly á ansi vel við eftir þessa viku “Ay, here we are with problems at the top of the league” Tveir frekar ósannfærandi útisigrar, sex stig og einhvernvegin er Liverpool komið á toppinn í deildinni. Tökum því heldur betur fagnandi. Tvær umferðir og mikið leikjaálag hjá toppliðunum á Englandi og áhugaverð úrslit, deildin er töluvert jafnari á þessu tímabili. Bættum svo miðjumanni við í Ögurverk Lið aldarinnar og drógum út sigurvegara í Facebook leik Kop.is og Jóa Útherja. ...
Published 12/11/23
Liverpool þurfti fjögur mörk á Anfield til að rétt svo merja sigur gegn Fulham sem er alltaf jafn óþægilegur andstæðingur fyrir Liverpool. LASK var ekki eins mikið vandamál í miðri viku og farseðillinn í 16-liða úrslit í Evrópudeildinni þar með staðfestur. City, Villa og Tottenham töpuðu öll stigum í toppbaráttunni og helgin því heilt yfir jákvæð fyrir okkar menn. Næst á dagskrá eru tveir útileikir í röð, Sheffield United sem mæta með nýjan stjóra og Crystal Palace sem mæta með eldgamlan...
Published 12/04/23
Það er ákaflega sjaldan sem stuðningsmenn Liverpool eru sáttir við jafntefli en ætli við getum ekki tekið þessu um helgina. Liverpool er fyrir vikið enn vel á lífi í annars mjög jafnri deild sem hefur farið ágætlega af stað. Framundan er ekkert asnalegt HM í eyðimörk heldur rosalegur mánuður þar sem Liverpool spilar 10 leiki frá 30.nóv til 1.janúar. Spennið beltin. Hinn miðvörðurinn er næstur á dagskrá í Ögurverk liði aldarinnar – Van Dijk var allt að þvi sjálfkjörin síðast. Tveir...
Published 11/27/23