Episodes
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um átök popúlista og lýðræðissinna víða um heim. Þau ræddu um Argentínu, Venesúela, Bandaríkjaþing, Slóvakíu, Ítalíu, Pólland og Bretland. Í Argentínu má segja að tveir popúlistar takist á um forsetaembættið. Annar er hagfræðingurinn Javier Milei, sem hefur verið lýst sem pólitískum utangarðsmanni, jafnvel hægrisinnuðum anarkista. Hinn er Sergio Massa efnahagsráðherra úr Perónistaflokknum Union por la...
Published 10/26/23
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og...
Published 10/19/23
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Bogi Ágústsson ræddi við hann um bók hans sem kom út fyrr á árinu, The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe. Visegrád ríkin er Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverland, sem öll voru í Varsjárbandalaginu og leppríki Sovétríkjanna en eru núna í Evrópusambandinu og NATO. Hilmar segir að óttinn við Rússland hafi verið ein meginástæða þess að löndin kusu náinn samruna við Evrópu...
Published 10/12/23
Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í...
Published 10/05/23
BBC hefur gert þriggja þátta röð um bresk stjórnmál frá 2016. Mikil upplausn hefur ríkt og fimm forsætisráðherrar hafa verið á sex árum. Laura Kuenssberg, sem var stjórnmálaritstjóri BBC á þessum tíma, fer í gegnum atburðarásina og nefnir þættina State of Chaos sem þýða sem Ríki í ringulreið eða Upplausnarástand. Kuenssberg ræðir við fjölda fólks og dregur upp mynd af því sem gerðist og ekki síður hvað var að gerast á bak við tjöldin. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þessa...
Published 09/28/23
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einkum norræn málefni við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Fyrst um ofbeldisölduna í Svíþjóð þar sem 37 hafa verið myrtir í skotárásum á árinu, langflestir í átökum glæpagengja eða innbyrðis uppgjöri eins og í Foxtrott-glæpaklíkunni þessa dagana. Þá var rætt um vandræði norskra stjórnmálamanna, tveir ráðherrar hafa þurft að segja af sér og tveir aðrir eru í vandræðum. Bæði Anniken Hvitfelt,...
Published 09/21/23
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund...
Published 09/14/23
Steinunn Þóra Árnadóttir fráfarandi formaður Vestnorræna ráðsins var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Hún lýsti starfi ráðsins og áhuga á að efla samvinnu Færeyja, Grænlands og Íslands. Þá ræddi Bogi Ágústsson undir lokin um valdarán í Afríku sem hafa verið mörg að undanförnu. Síðast tók herinn í Gabon völdin og steypti Ali Bongo forseta af stóli. Bongo ættin hefur farið með völd í Gabon frá því 1967 og safnað miklum auðævum. Miklar olíulindir er að finna undan ströndum Gabons en...
Published 08/31/23
Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir tíðindi af dauðsfalli Jevgenís Prígósjíns, leiðtoga Wagner-málaliðahersins, ekki þurfa að koma á óvart. Það hefði mátt búast við því að eitthvað svona gerðist. Prígósín fórst í gær þegar flugvél hans virðist hafa verið skotin niður. Flestir ganga út frá því að einkaþota Prígósjíns hafi verið grandað að fyrirskipan Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Jón telur líklegt að Pútín hafi styrkt stöðu sína. Þá ræddu Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn...
Published 08/24/23
Gestur Heimsgluggans í þessari viku var Erlingur Erlingsson. Hann er hernaðarsagnfræðingur að mennt og með meistaragráðu frá Oxford háskóla í Bretlandi. Hann er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í Lundúnum og hefur þar meðal annars unnið fyrir alþjóðlegar samskiptaveitur eins og Facebook og Google. Hann starfaði að varnarmálum í utanríkisráðuneyti Íslands í meir en áratug, meðal annars í sendiráðinu í Washington. Erlingur fylgist vel með styrjöldinni í Úkraínu og hefur skrifað greinar í...
Published 08/17/23
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu mest öskubuskuævintýri færeyska knattspyrnuliðsins KÍ í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Klaksvíkar Ítróttarfelag hefur slegið út ungversku meistarana Ferencváros og sænsku meistarana BF Häcken í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir unnu fyrri leik sinn við norsku meistarana í Molde og hvernig sem fer þá hefur KÍ tryggt sér þátttökurétt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í lokin var rætt um blómlegt efnahagslíf á Írlandi þar sem stefnir í...
Published 08/10/23
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu ýmis mál við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjalli vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Á dagskrá voru norrænn fótbolti, ekki síst það afrek Færeyjarmeistara KÍ Klakksvíkur að slá BF Häcken Svíþjóðarmeistarana út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Áður höfðu Klakksvíkingar lagt ungversku meistarana í hinu fornfræga liði Ferencváros. Þá ræddu þau formannskjör í grænlenska jafnaðarmannaflokknum Siumut en Erik Jensen var endurkjörinn. Aki-Matilda...
Published 08/03/23
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu aftur við Boga Ágústsson um erlend hlaðvörp sem fjalla um fréttir og alþjóðamál. Rætt var um The rest is politics sem fjallar mikið um breska pólitík en líka um alþjóðamál. Umsjónarmenn The Rest is Politics eru Alastair Campbell og Rory Stewart. Þeir eru báðir vel þekktir úr breskum stjórnmálum og umræðum. https://alastaircampbell.org/podcast/ Þeir félagar eru einnig með ítarleg viðtöl í hliðarhlaðvarpi sem heitir Leading. Bogi minntist...
Published 07/27/23
Í lok árs verður tekið í notkun nýtt bóluefni gegn malaríu, Mosquirix. Búist er við að bólusetning geti bjargað tugþúsundum barna í Afríku þó að Mosquirix verji aðeins um 30 prósent. Vonir standa til að annað bóluefni, R21/Matrix-M, verði tilbúið innan fárra missera en tilraunir benda til þess að það verji í 77 prósentum tilfella. Malaría verður allt að hálfri milljón barna undir fimm ára aldri að aldurtila árlega í Afríku. Illa hefur gengið að þróa bóluefni gegn malaríu en engu að síður...
Published 07/20/23
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson byrjuðu spjall sitt um erlend málefni á að minnast á að verðbólga í Bandaríkjunum er komin niður í þrjú prósent en ræddu svo fund þjóðarleiðtoga Norðurlanda í Helsinki með Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Þeir rifjuðu upp að síðasti sambærilegi fundur var í Hvíta húsinu 2016 þegar Barack Obama var forseti og Sigurður Ingi forsætisráðherra. Sauli Niniistö, forseti Finnlands, er sá eini frá þeim fundi sem er á Helsinki-fundinum í dag. Þeir ræddu breytingar...
Published 07/13/23
Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri NATO í ár í viðbót og ljóst að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tekur ekki við því embætti fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmt ár. Raunar herma fréttir að Bandaríkjastjórn vilji að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði þá eftirmaður Stoltenbergs. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu þetta við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þau ræddu einnig stöðu mála í...
Published 07/06/23
Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Yevgeny Prigozhin foringja Wagner-málaliðasveitanna. Prigozhin gerði uppreisn um síðustu helgi sem mistókst. Báðir standa veikari eftir. Þetta var aðalumræðuefnið er Þórunn Elísabet Bogadóttir, Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu erlend málefni í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Þau ræddu þó í upphafi um kóran-brennu í Stokkhólmi og afleiðingar fyrir NATO-umsókn Svía.
Published 06/29/23
Í Heimsglugga vikunnar var hugað að verðbólgu sem víðast er á undanhaldi, þó ekki í Bretlandi og á Íslandi. Efnahagsmál og vextir í Svíþjóð bar á góma sem og vandræði þýskra og evrópskra bílaframleiðenda sem eiga í harðri samkeppni við kínverska bíla. Kínverjar þykja hafa náð góðum tökum á framleiðslu rafmagnsbíla. Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir við Boga Ágústsson um Indland og Bangladess. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er í heimsókn í Bandaríkjunum en...
Published 06/22/23
Óðinn Jónsson nefndi þá "góðkunningja Heimsgluggans", Donald Trump, Boris Johnson og Silvio Berlusconi sem allir hafa verið í fréttum í vikunni. Þeir voru til umræðu í Heimsglugga dagsins er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni. Trump hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um njósnir og meðferð trúnaðargagna. Ákæran er í 37 liðum. Hann er sakaður um að hafa tekið hundruð trúnaðargagna með sér úr Hvíta húsinu og geymt á heimili sínu í...
Published 06/15/23
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu að venju erlend málefni á fimmtudegi við Boga Ágústsson. Athyglin beindist að þessu sinni að danska ríkissambandinu, Rigsfællesskabet. Það er talsverð spenna á milli Grænlendinga og Dana. Grænlendingar eru óánægðir með að Dani var skipaður sendiherra norðurslóða, segja að grænlenskur diplómat eigi að gegna embættinu, Grænland sé norðurslóðasvæðið í ríkissambandinu. Þau ræddu einnig að Svíar minnast þess að 500 ár eru liðin frá stofnun...
Published 06/08/23
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lýsti áhyggjum af framhaldi rannsóknasamstarfs á norðurslóðum á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Málþingið var um mikilvægi samstarfsins. Ólafur Ragnar benti á að það hefði lengst af verið laust við afskipti alþjóðastjórnmála, vísindamenn hefðu lengi starfað í þeim anda að vísindin skipti öllu, stjórnmál ættu ekki að flækjast fyrir. En nú væri staðan önnur og Ólafur Ragnar velti fyrir sér hver áhrif innrásarinnar í...
Published 06/01/23
Rasmus Gjedsø Bertelsen var gestur Heimsgluggans. Rasmus er Dani sem talar íslensku og er prófessor í norðurslóðafræðum í Tromsø og Nansen-prófessor við Háskólann á Akureyri. Þeir Bogi Ágústsson ræddu stöðu Norðurskautsráðsins og samskipti þjóða á norðurslóðum. Rasmus segir að Norðurskautsráðið sé nánast í dauðadái. Björn Þór Sigbjörnsson, Guðrún Hálfdánardóttir og Bogi ræddu svo þættina Skuggastríð, sem norrænu almannaþjónustustöðvarnar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa unnið í...
Published 04/27/23
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu heimsókn Bandaríkjaforseta til Írlands í Heimsglugganum. Joe Biden rekur ættir til eyjarinnar grænu eins og 40 milljónir annarra Bandaríkjamanna og honum verður tíðrætt um írskan uppruna sinn. Biden hélt ræðu í Belfast þar sem hann hvatti Norður-Íra til að halda friðinn en tilefni heimsóknar hans er að 25 ár eru frá því að gert var friðarsamkomulag sem kennt er við föstudaginn langa. Þá ræddu Björn og Bogi útlit í efnahagsmálum heimsins....
Published 04/13/23
Þáttaskil urðu í sögu Norður-Írlands þegar friðarsamkomulag var undirritað á föstudaginn langa 1998. Það er jafnan kennt við daginn þegar það var undirritað og kallað Good Friday Agreement. Friðarsamkomulagið batt að langmestu leyti enda á áratuga blóðug átök sambandssinna og lýðveldissinna, eða mótmælenda og kaþólikka. Átökin, sem hófust rétt fyrir 1970, kostuðu þúsundir mannslífa. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, þekkir vel til á Norður-Írlandi. Hún bjó á Írlandi um...
Published 03/30/23
Jón Ormur Halldórsson var gestur Morgunvaktarinnar og ræddi við Boga Ágústsson um breytta stöðu í alþjóðamálum, að heimurinn sé að skiptast með nýjum hætti í óstöðug og takmörkuð bandalög margra stórvelda og að nýjar ógnir séu að birtast. Jón Ormur segir að staða Evrópu hafi breyst eftir Brexit og innrás Rússa í Úkraínu, meiri samstaða sé innan Evrópusambandsins og í löndum þess, fáar raddist heyrist sem berjist fyrir útgöngu úr sambandinu. Jón Ormur segir Rússa einangraða á alþjóðavettvangi...
Published 03/23/23