Episodes
Bogi Ágústsson , Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu örlög þeirra sem hafa sett sig upp á móti Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexei Navalny hefur bæst í hóp þeirra sem hafa dáið beint eða óbeint vegna andstöðunnar við forsetann. Á Vesturlöndum er litið svo á að Navalny hafi verið myrtur að undirlagi Pútíns. Í hópi þeirra Rússa sem handlangarar Pútíns hafa myrt eru meðal annarra Alexander Litvinenko, Anna Politkovskaya, Sergei Magnitsky, Boris Nemtsov og Jevgení...
Published 02/22/24
Jón Óskar Sólnes var gestur Heimsgluggans að þessu sinni og þeir Bogi Ágústsson ræddu stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Jón Óskar, sem var eitt sinn fréttamaður RÚV, hefur búið í Washington síðustu ár og fylgist vel með stjórn- og þjóðfélagsmálum. Hann telur að staða Donalds Trumps meðal Repúblikana sé miklu sterkari en þegar hann tilkynnti forsetaframboð fyrir hálfu öðru ári. Demókratar eigi undir högg að sækja vegna mikillar ásóknar flótta- og förufólks frá Mið- og Suður-Ameríku. Þá snúist...
Published 02/15/24
Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi. Að þessu sinni var rætt um loftrýmiseftirlit yfir Íslandi en norski flugherinn annast slíkt eftirlit um þessar mundir. Eirik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, segir mikilvægt fyrir Norðmenn að fylgjast vel með á svæðum nærri Noregi og Íslendingar eru staðfastir vinir og bandamenn. Hann segir að það sé mjög náin norræn samvinna í varnar-og öryggismálum og að frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar...
Published 02/08/24
Aðalefni Heimsgluggans var viðtal Boga Ágústssonar við Jón Óskar Sólnes um stöðuna í bandarískum stjórnmálum og einkum framboðsmál repúblikana. Jón Óskar var lengi fréttamaður hjá RÚV en hefur verið búsettur í Washington síðustu ár. Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu einnig stöðu NATO-umsóknaraðildar Svía við Boga og nýjustu skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í Finnlandi.
Published 01/25/24
Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um leiðtogafund ESB þar sem málefni Úkraínu verða á dagskrá, þingkosningar í Serbíu, ungfrú alheim sem er í ónáð stjórnvalda í Níkaragúa og komandi forsetakosningar í Finnlandi. Leiðtogafundur Evrópusambandsins í dag snýst að miklu leyti um málefni Úkraínu, annars vegar áframhaldandi fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning, hins vegar tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að bjóða Úkraínu að hefja aðildarviðræður. Viktor Orban,...
Published 12/14/23
Bresk stjórnmál voru á dagskrá þegar Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í vikulegu Heimsgluggaspjalli. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sat fyrir svörum í gær hjá nefnd sem rannsakar viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Johnson var auðmjúkur og byrjaði á að biðjast afsökunar, sagði að með því að horfa í baksýnisspegil mætti sjá að mistök hefðu verið gerð. Johnson ber áfram vitni í dag. Íhaldsflokkurinn, sem Boris Johnson veitti forystu uns...
Published 12/07/23
Heimsgluggi vikunnar hófst á umræðu um Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var ótvírætt meðal mestu áhrifamanna í alþjóðamálum á seinni hluta 20. aldar, hann var það sem kallað hefur verið realpolitiker, hafði lítinn áhuga á að tengja utanríkispólitík við mannréttindi eða skilyrða samskipti við aðrar þjóðir. Hann hafði frumkvæði að bættum samskiptum við Kínverja og þýðu í samskiptum við Sovétríkin. Kissinger var afar...
Published 11/30/23
Þetta verða erfið fjögur ár, sagði Helgi Hrafn Guðmundsson sagnfræðingur um Argentínu eftir að Javier Milei var kjörinn forseti um síðustu helgi. Þeir Bogi Ágústsson ræddu saman um land og þjóð. Helgi Hrafn bjó í Argentínu í um áratug, lærði og starfaði þar. Hann segir efnahagsstefnuna lengi hafa einkennst af skammtímahugsun. Ástandið sé afar slæmt, verðbólga um 200 prósent, mjög ströng gjaldeyrishöft og gjaldmiðillinn nánast verðlaus. Helgi Hrafn segir Milei fyrst og fremst frjálshyggjumann...
Published 11/23/23
Heimsglugginn á Morgunvaktinni á Rás 1 fjallaði um átök í stjórnmálum á Bretlandi og í Portúgal. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands gerði verulegar breytingar á ríkisstjórn sinni á mánudag. Suella Braverman innanríkisráðherra var rekin, James Cleverly tók við embætti hennar og David Cameron varð utanríkisráðherra í stað Cleverlys. Braverman birti afar harðort bréf daginn eftir brottreksturinn, þar sem hún sakaði Sunak um svik við sig, hann væri huglaus, óhæfur og umboðslaus....
Published 11/16/23
Tveir pólitískir skandalar í grannlöndum okkar voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson. Annars vegar ráðvillt bresk ríkisstjórn og fálmkennd viðbrögð í upphafi COVID-faraldursins eins og komið hefur fram í vitnaleiðslum nefndar sem falið var að rannsaka viðbrögð breskra stjórnvalda við farsóttinni. Hins vegar njósnamálið í Danmörku þar sem Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra;...
Published 11/02/23
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um átök popúlista og lýðræðissinna víða um heim. Þau ræddu um Argentínu, Venesúela, Bandaríkjaþing, Slóvakíu, Ítalíu, Pólland og Bretland. Í Argentínu má segja að tveir popúlistar takist á um forsetaembættið. Annar er hagfræðingurinn Javier Milei, sem hefur verið lýst sem pólitískum utangarðsmanni, jafnvel hægrisinnuðum anarkista. Hinn er Sergio Massa efnahagsráðherra úr Perónistaflokknum Union por la...
Published 10/26/23
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og...
Published 10/19/23
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Bogi Ágústsson ræddi við hann um bók hans sem kom út fyrr á árinu, The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe. Visegrád ríkin er Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverland, sem öll voru í Varsjárbandalaginu og leppríki Sovétríkjanna en eru núna í Evrópusambandinu og NATO. Hilmar segir að óttinn við Rússland hafi verið ein meginástæða þess að löndin kusu náinn samruna við Evrópu...
Published 10/12/23
Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í...
Published 10/05/23
BBC hefur gert þriggja þátta röð um bresk stjórnmál frá 2016. Mikil upplausn hefur ríkt og fimm forsætisráðherrar hafa verið á sex árum. Laura Kuenssberg, sem var stjórnmálaritstjóri BBC á þessum tíma, fer í gegnum atburðarásina og nefnir þættina State of Chaos sem þýða sem Ríki í ringulreið eða Upplausnarástand. Kuenssberg ræðir við fjölda fólks og dregur upp mynd af því sem gerðist og ekki síður hvað var að gerast á bak við tjöldin. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þessa...
Published 09/28/23
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einkum norræn málefni við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Fyrst um ofbeldisölduna í Svíþjóð þar sem 37 hafa verið myrtir í skotárásum á árinu, langflestir í átökum glæpagengja eða innbyrðis uppgjöri eins og í Foxtrott-glæpaklíkunni þessa dagana. Þá var rætt um vandræði norskra stjórnmálamanna, tveir ráðherrar hafa þurft að segja af sér og tveir aðrir eru í vandræðum. Bæði Anniken Hvitfelt,...
Published 09/21/23