Tæknigreining, staða á mörkuðum og hverjar eru framtíðarhorfurnar? Með Elmari Johnson | Fyrsti þáttur
Description
Í þessum fyrsta þætti af Hlaðvarpi Myntkaupa fengum við góðan gest í heimsókn. Þúsundþjalasmiðurinn Elmar Johnson hefur farið um víðan völl, hann er læknir að mennt og hefur starfað sem slíkur en hann var einnig einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland. Síðustu ár hafa fjárfestingar í rafmyntum og öðrum eignarflokkum átt hug hans allan en í þessum þætti ræðir Elmar við Kjartan um tæknigreiningu (e. technical analysis) og hvernig á að nota það tól til að greina markaði. Einnig rekur Elmar hvað gerðist í síðustu uppsveiflu, hvað er að gerast í núverandi niðursveiflu og hvers má vænta á næstu mánuðum og árum. Þessi þáttur er tilvalinn fyrir þá sem vilja kafa djúpt ofan í heim rafmynta!
Þáttastjórnandi er Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa og meðstofnandi félagsins.