Fréttahornið: Fall Silicon Valley Bank. Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?
Listen now
Description
Óhætt er að segja að atburðarás síðustu daga hafi valdið titringi á fjármálamörkuðum, en þrír bankar, Silvergate Capital, Silicon Valley Bank og New York Signature Bank, hafa allir fallið vestanhafs. Yfirvöld þar í landi hafa stigið inn í og tryggt allar innstæður bankanna að fullu. Þessir bankar hafa verið áberandi fyrir að þjónusta fyrirtæki í rafmyntageiranum, meðal annars Circle sem heldur utan um USDC. Hvaða áhrif mun þetta koma til með að hafa? Af hverju hefur rafmyntamarkaðurinn rokið upp í kjölfarið? Hvað gerðist með USDC? Um þessi atriði er fjallað í fréttahorni hlaðvarps Myntkaupa. Fréttahornið verður reglulegur liður þar sem fjallað er um mikilvæga viðburði í rafmyntaheiminum í suttu og hnitmiðuðu máli.  Þátturinn er aðeins um fjórar mínútur og er samantekt á því helsta. Ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar og má því vænta frekari og ítarlegri umfjöllun síðar í hlaðvarpi Myntkaupa.
More Episodes
Atburðarás í heimi rafmynta hefur verið vægast sagt svakaleg undanfarna daga og nú er útlit fyrir að ríki heimsins þurfi að taka afstöðu til þess hvort þau ætli að hafa Bitcoin sem hluta af varaforða sínum. Með fullnaðarsigri Repúblikana yfir báðum deildum þingsins velta margir því fyrir sér...
Published 11/16/24
Published 11/16/24