Dr. Sigurður Hannesson frkvst. Samtaka iðnaðarins
Listen now
Description
Dr. Sigurður Hannesson segir að á fyrstu árum þessarar aldar hafi ofuráhersla verið lögð hér á uppbyggingu fjármálakerfis. Hrunið 2008 hafi gjörbreytt þeirri stöðu. Við hafi tekið ofuráhersla á uppbyggingu ferðamannaþjónustu og algjört uppnám sé í þeim geira hér á landi og á alþjóðavísu. Á þriðja áratug aldarinnar þurfi að leggja áherslu a fjölbreytni, ekki eina atvinnugrein í einu heldur margar og huga að nýsköpun og þróun þar sem hugvitið muni leika lykilhlutverk á 21. öldinni. Það sé ljós við enda ganganna, þótt næstu mánuðir og misseri verði erfið og mikilvægt sé að nýta tímann vel og huga að innviðum til þess að viðspyrnan verði þeim mun meiri þegar veiran fer að hopa og hagkerfi heimsins aftur að snúast.