Episodes
Published 03/21/24
Published 03/15/24
Guðni Th. Jóhannesson sest niður með Birni Inga Hrafnssyni og ræðir kosningasigurinn í gær, harðvítuga kosningabaráttu, skýrt umboð kjósenda og það sem framundan er.
Published 06/28/20
Björn Ingi segir frá bók sem hann er með í smíðum og kemur út í lok næsta mánaðar. Einnig er sagt frá hausverk aldarinnar, sem er opnun landsins 15. júní nk.
Published 06/09/20
Fyrsta bylgjan af covid-19 er afstaðin hér á landi.
Published 05/08/20
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra er gestur Björns Inga í Hlaðvarpi Viljans: Hvernig náum við aftur fyrri styrk og komum tugþúsundum Íslendinga aftur í vinnu? Voru mistök að lýsa því yfir að segjast frekar ætla að gera meira en minna? Ætla kjörnir fulltrúar að endurskoða eigin launahækkanir? Stendur ríkissjóður undir þessu öllu? Á að opna landið aftur á næstunni fyrir ferðamönnum? Hvenær verða kosningar og ætlar Bjarni að halda áfram og taka þátt í...
Published 05/07/20
Ferðamannasumarið 2022 gæti orðið mjög gott, segir forstjóri Artic Adventures. Hann ræðir þá ótrúlegu stöðu sem ferðaþjónustan hér á landi og heiminum er komin í vegna kórónuveirunnar og segir ljóst að fjölmörg fyrirtæki muni verða gjaldþrota. Kallað sé eftir almennum aðgerðum fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein og vonandi fari eitthvað að sjást til lands með komu ferðamanna í vetur og á næsta ári. Áhuginn á Íslandi sé enn til staðar og nauðsynlegt að geta haldið uppi ferðaþjónustu til framtíðar.
Published 04/26/20
Published 04/26/20
„Þetta er móðir allra krísa“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Staðan er grafalvarleg og bregðast verður við strax af hálfu stjórnvalda, ef ekki á að fara mjög illa,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtakanna. Þau ræða við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans um þá ótrúlegu stöðu sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum og með lokun landsins og hruni ferðamennsku í heiminum, amk. tímabundið.
Published 04/18/20
Stjórnvöld munu grípa til frekari aðgerða til að koma heimilunum og atvinnulífinu gegnum efnahagshrunið af völdum kórónuveirunnar.
Published 04/16/20
Vörn snúið í sókn -- sóknarmöguleikar í netverslun á óvissutímum -- Birna Íris Jónsdóttir, rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum, ræðir við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans um byltinguna sem hefur orðið í netverslun vegna Kórónuveirunnar og hvort við munum nokkru sinni hverfa alveg aftur til fyrri hátta.
Published 04/11/20
Dr. Sigurður Hannesson segir að á fyrstu árum þessarar aldar hafi ofuráhersla verið lögð hér á uppbyggingu fjármálakerfis. Hrunið 2008 hafi gjörbreytt þeirri stöðu. Við hafi tekið ofuráhersla á uppbyggingu ferðamannaþjónustu og algjört uppnám sé í þeim geira hér á landi og á alþjóðavísu. Á þriðja áratug aldarinnar þurfi að leggja áherslu a fjölbreytni, ekki eina atvinnugrein í einu heldur margar og huga að nýsköpun og þróun þar sem hugvitið muni leika lykilhlutverk á 21. öldinni. Það sé ljós...
Published 04/08/20
Frosti Sigurjónsson vill fylgja fordæmi Færeyinga og ýmissa Asíuþjóða í því að stöðva Kórónuveiruna.
Published 04/07/20
Viðskiptaritstjórar Fréttablaðsins og Morgunblaðsins segja að fæstir geri sér grein fyrir því hve staðan í íslensku atvinnulífi sé alvarleg. Framundan sé blóðugur tími, þar sem tugþúsundir missi vinnuna, mörg fyrirtæki verði gjaldþrota og átök verði í samfélaginu þegar fjármálastofnanir þurfi að ákveða hverjum skuli bjargað og hverjum ekki. Í Hlaðvarpi Viljans ræða þeir Stefán Einar Stefánsson og Hörður Ægisson við Björn Inga Hrafnsson um uppgjörið sem framundan er. Samstarf...
Published 04/04/20
Dr. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að mótefnamælingar skorti mjög til þess að kanna raunverulega útbreiðslu Kórónaveirunnar Covid-19. Hann fagnar því að til standi að hefja slíkar mælingar hér og telur fullvíst að niðurstöður úr slíkum prófunum sýni fram á að miklu fleiri séu smitaðir hér af veirunni eða hafi smitast, en við gerum okkur grein fyrir. Haraldur var sóttvarnalæknir á Íslandi um langt árabil. Hann ræðir í Hlaðvarpi Viljans við Björn Inga Hrafnsson um...
Published 04/03/20
Hver eru helstu tækifæri Íslands þegar Kórónaveirufaraldurinn verður yfirstaðinn? Hvað getum við lært af gjörbreyttum aðstæðum?
Published 03/27/20
Hér kemur fram hörð gagnrýni á sóttvarnalækni og aðgerðir til að hefta útbreiðslu Kórónaveirunnar hér á landi. Læknar á Norðausturlandi vilja loka svæðinu af í því skyni að vernda mjög fjölmennan hóp eldri borgara en fá neitun yfirvalda í Reykjavík.
Published 03/25/20
Næstu 18-24 mánuðir verða skringilegur og erfiður tími hér á landi og annars staðar vegna Kórónaveirunnar, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Áhrifa veirunnar geti gætt í fimm ár.
Published 03/23/20
Eru aðgerðir íslenskra heilbrigðisyfirvalda að skila árangri? Er líklegt að grípa þurfi fljótlega til útgöngubanns? Hvenær getum við gert okkur vonir um að ástandið verði aftur eðlilegt?
Published 03/21/20
Published 03/19/20