Episodes
Guðni Th. Jóhannesson sest niður með Birni Inga Hrafnssyni og ræðir kosningasigurinn í gær, harðvítuga kosningabaráttu, skýrt umboð kjósenda og það sem framundan er.
Published 06/28/20
Björn Ingi segir frá bók sem hann er með í smíðum og kemur út í lok næsta mánaðar. Einnig er sagt frá hausverk aldarinnar, sem er opnun landsins 15. júní nk.
Published 06/09/20
Fyrsta bylgjan af covid-19 er afstaðin hér á landi.
Published 05/08/20
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra er gestur Björns Inga í Hlaðvarpi Viljans: Hvernig náum við aftur fyrri styrk og komum tugþúsundum Íslendinga aftur í vinnu? Voru mistök að lýsa því yfir að segjast frekar ætla að gera meira en minna? Ætla kjörnir fulltrúar að endurskoða eigin launahækkanir? Stendur ríkissjóður undir þessu öllu? Á að opna landið aftur á næstunni fyrir ferðamönnum? Hvenær verða kosningar og ætlar Bjarni að halda áfram og taka þátt í...
Published 05/07/20
Ferðamannasumarið 2022 gæti orðið mjög gott, segir forstjóri Artic Adventures. Hann ræðir þá ótrúlegu stöðu sem ferðaþjónustan hér á landi og heiminum er komin í vegna kórónuveirunnar og segir ljóst að fjölmörg fyrirtæki muni verða gjaldþrota. Kallað sé eftir almennum aðgerðum fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein og vonandi fari eitthvað að sjást til lands með komu ferðamanna í vetur og á næsta ári. Áhuginn á Íslandi sé enn til staðar og nauðsynlegt að geta haldið uppi ferðaþjónustu til framtíðar.
Published 04/26/20
„Þetta er móðir allra krísa“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Staðan er grafalvarleg og bregðast verður við strax af hálfu stjórnvalda, ef ekki á að fara mjög illa,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtakanna.
Þau ræða við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans um þá ótrúlegu stöðu sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum og með lokun landsins og hruni ferðamennsku í heiminum, amk. tímabundið.
Published 04/18/20
Stjórnvöld munu grípa til frekari aðgerða til að koma heimilunum og atvinnulífinu gegnum efnahagshrunið af völdum kórónuveirunnar.
Published 04/16/20