Episodes
Vörn snúið í sókn -- sóknarmöguleikar í netverslun á óvissutímum -- Birna Íris Jónsdóttir, rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum, ræðir við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans um byltinguna sem hefur orðið í netverslun vegna Kórónuveirunnar og hvort við munum nokkru sinni hverfa alveg aftur til fyrri hátta.
Published 04/11/20
Dr. Sigurður Hannesson segir að á fyrstu árum þessarar aldar hafi ofuráhersla verið lögð hér á uppbyggingu fjármálakerfis. Hrunið 2008 hafi gjörbreytt þeirri stöðu. Við hafi tekið ofuráhersla á uppbyggingu ferðamannaþjónustu og algjört uppnám sé í þeim geira hér á landi og á alþjóðavísu. Á þriðja áratug aldarinnar þurfi að leggja áherslu a fjölbreytni, ekki eina atvinnugrein í einu heldur margar og huga að nýsköpun og þróun þar sem hugvitið muni leika lykilhlutverk á 21. öldinni. Það sé ljós...
Published 04/08/20
Frosti Sigurjónsson vill fylgja fordæmi Færeyinga og ýmissa Asíuþjóða í því að stöðva Kórónuveiruna.
Published 04/07/20
Viðskiptaritstjórar Fréttablaðsins og Morgunblaðsins segja að fæstir geri sér grein fyrir því hve staðan í íslensku atvinnulífi sé alvarleg. Framundan sé blóðugur tími, þar sem tugþúsundir missi vinnuna, mörg fyrirtæki verði gjaldþrota og átök verði í samfélaginu þegar fjármálastofnanir þurfi að ákveða hverjum skuli bjargað og hverjum ekki. Í Hlaðvarpi Viljans ræða þeir Stefán Einar Stefánsson og Hörður Ægisson við Björn Inga Hrafnsson um uppgjörið sem framundan er. Samstarf...
Published 04/04/20
Dr. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að mótefnamælingar skorti mjög til þess að kanna raunverulega útbreiðslu Kórónaveirunnar Covid-19. Hann fagnar því að til standi að hefja slíkar mælingar hér og telur fullvíst að niðurstöður úr slíkum prófunum sýni fram á að miklu fleiri séu smitaðir hér af veirunni eða hafi smitast, en við gerum okkur grein fyrir. Haraldur var sóttvarnalæknir á Íslandi um langt árabil. Hann ræðir í Hlaðvarpi Viljans við Björn Inga Hrafnsson um...
Published 04/03/20
Hver eru helstu tækifæri Íslands þegar Kórónaveirufaraldurinn verður yfirstaðinn? Hvað getum við lært af gjörbreyttum aðstæðum?
Published 03/27/20
Hér kemur fram hörð gagnrýni á sóttvarnalækni og aðgerðir til að hefta útbreiðslu Kórónaveirunnar hér á landi. Læknar á Norðausturlandi vilja loka svæðinu af í því skyni að vernda mjög fjölmennan hóp eldri borgara en fá neitun yfirvalda í Reykjavík.
Published 03/25/20
Næstu 18-24 mánuðir verða skringilegur og erfiður tími hér á landi og annars staðar vegna Kórónaveirunnar, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Áhrifa veirunnar geti gætt í fimm ár.
Published 03/23/20
Eru aðgerðir íslenskra heilbrigðisyfirvalda að skila árangri? Er líklegt að grípa þurfi fljótlega til útgöngubanns? Hvenær getum við gert okkur vonir um að ástandið verði aftur eðlilegt?
Published 03/21/20
Published 03/19/20