Dr. Haraldur Briem fv. sóttvarnalæknir
Listen now
Description
Dr. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að mótefnamælingar skorti mjög til þess að kanna raunverulega útbreiðslu Kórónaveirunnar Covid-19. Hann fagnar því að til standi að hefja slíkar mælingar hér og telur fullvíst að niðurstöður úr slíkum prófunum sýni fram á að miklu fleiri séu smitaðir hér af veirunni eða hafi smitast, en við gerum okkur grein fyrir. Haraldur var sóttvarnalæknir á Íslandi um langt árabil. Hann ræðir í Hlaðvarpi Viljans við Björn Inga Hrafnsson um veirufaraldurinn nú og setur hann í sögulegt samhengi. Segir hann einkar áhugavert að sjá hve veiran stingur sér misilla niður hjá einstökum þjóðum og veltir fyrir sér hvenær við Íslendingar getum farið að lifa aftur eðlilegu lífi. Hann ræðir umtalaðar kenningar faraldsfræðinnar um hjarðónæmi, hugmyndir um sóttvarnir innan einstakra landa með vísan til aðgerða gegn spænsku veikinni og tjáir sig um framgöngu þríeykisins á daglegum upplýsingafundum Almannavarna.