Að grafa sig í fönn
Listen now
Description
Tónleikar kvöldsins voru með bandarísku hljómsveitinni R.E.M. sem sumir vilja meina að hafi verið besta hljómsveit í heimi. Útvarpsþátturinn Hlustið og þér munið heyra gróf sig í fönn eftir klukkan 10 miðvikudagskvöldið 25. september þegar síðasti þátturinn í bili söng sitt síðasta. Á lokasprettinum var þó boðið upp á eðaltóna að vanda. Glæný og/eða nýleg lög með Leaves, Foxygen, Sting, Ex-Cops, Snorra Helgasyni, Parquet Courts, Megasi, Surfer Blood, Mazzy Star, Wildlife, Berndsen og Geira Sæm fóru í loftið. Koverlagið var eftir Peter Gabriel, vínylplata vikunnar heitir The Queen Is Dead, áratugafimman innihélt eftirminnilega dúetta og danska lagið, veraldarvefurinn og tónlist frá fjarlægum heimshluta voru líka á sínum stað.
More Episodes
Eurovision í 60 ár - Fimmtudaginn 14. maí kl. 12:45-16:00 á Rás 2 Fyrsti hluti af þremur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var fyrst haldin árið 1956 og verður því haldin í 60. sinn í ár, þegar keppendur stíga á svið í Vínarborg í Austurríki 19. - 23. maí næstkomandi. Af því tilefni verður...
Published 05/14/15
Boðið var upp á septembersöngva frá fimm áratugum í útvarpsþættinum Hlustið og þér munið heyra á Rás 2 miðvikudagskvöldið 4. september. Ný lög með Pixies, Midlake, Surfer Blood, King Krule, Bellstop, Typhoon, Cavemen, Emilíönu Torrini, Högna Lisberg og Högna Reistrup hljómuðu í þætti kvöldsins....
Published 09/05/13
Tónleikar kvöldsins eru 30 ára gömul upptaka með U2. Írska hljómsveitin U2 tróð upp á útitónleikum í grenjandi rigningu í Red Rocks í Coloradofylki Bandaríkjanna fyrir rúmum 30 árum síðan, sumarið 1983, þegar Bono og félagar fylgdu eftir útkomu þriðju plötu sveitarinnar, War. Boðið verður upp...
Published 09/05/13