Episodes
Gulla og Lydía reyna að komast til botns í því flókna máli hvernig við borðum hollan mat. Þær komast reyndar ekki að niðurstöðu svo þú skalt ekki hlusta á þáttinn!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúðin, Stórhöfða 21Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
Published 10/10/24
Published 10/10/24
Eva Mattadóttir er gestur þáttarins að þessu sinni. Hana þekkja margir enda hefur hún haldið úti hlaðvarpsþættinum Norminu í 5 ár með Sylvíu Briem vinkonu sinni. Einnig er hún markþjálfi, Dale Carnegie þjálfari og rithöfundur. Hún hefur verið afkastamikil og hugrökk í gegnum ævina en núna er hennar fulla starf að vera í endurhæfingu. Hún varð fyrir því óhappi að lenda í árekstri og hefur eftir það glímt við verki og aðrar afleiðingar þess. Hún segir frá þessu í þættinum á mjög svo mannlegan h...
Published 10/03/24
Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðabæ, ræðir þá hræðilegu hluti sem hafa gerst í íslensku samfélagi undanfarið. Hvað getum við gert sem samfélag og sem uppalendur barnanna okkar? Fræðandi og hjartnæmt spjall um manneskjuna og samfélagið sem við búum í.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúðin, Stórhöfða 2...
Published 09/26/24
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir er sálmeðferðarfræðingur hjá Samkennd heilsusetri. Hún hefur lengi búið í Bandaríkjunum og gekk þar í háskóla. Nú býr hún á Íslandi með manni sínum og fjórum sonum. Hún segir meðal annars frá mikilvægi þess að eiga góð tengsl við fólk og hvernig mikil klámnotkun getur haft áhrif á nánd í samböndum.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst ...
Published 09/19/24
Lydía og Gulla ræða um þægindarammann. Af hverju þeim finnst mikilvægt að ögra sér þannig reglulega. Þær gera báðar mikið af þessu en á ólíkan hátt. Gulla hefur gengið svo langt í þessu að hún væri næstum til í að gera hvað sem er er, allavega ef það er löglegt!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúðin, Stórhö...
Published 09/12/24
Trigger warning: í þessum þætti er rætt um andlát barns af slysförum og andlát fyrirbura.Guðlaug Rún Gísladóttir er mastersnemi í félagsráðgjöf og tveggja barna móðir. Hún hefur upplifað stærstu martröð foreldra tvisvar, en báðir drengir hennar eru látnir. Í þættinum segir hún frá andlátum þeirra og þeirri miklu sorg sem þau hjónin þurftu að læra að lifa með.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞát...
Published 09/06/24
Lydía og Gulla tala um haustið og hvað fylgir því að haustið og veturinn sé að koma. Gulla gefur góð ráð um húðrútínu á veturnar og hvernig við ættum að hugsa um hárið. Einnig hvernig við getum klætt okkur í vetur.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
Published 08/29/24
Trigger warning: í þessum þætti er rætt um ofbeldi í nánum samböndum.Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, kom í þáttinn. Jenný er menntuð í kynjafræði, mannfræði og opinberri stjórnsýslu og hefur gríðarmikla reynslu og þekkingu á sviði ofbeldis. Hún hefur sjálf lifaða reynslu af ofbeldi, en hún var í ofbeldissambandi í 13 ár.Jenný fræðir okkur um andlegt og líkamlegt ofbeldi, birtingarmynd þess í nánum samböndum og rauð flögg sem við getum fylgst með í byrjun sambanda.Heimasíða ...
Published 08/22/24
Gulla segir frá gömlu ofbeldissambandi og öðrum óheilbrigðum samböndum sem hún hefur verið í áður en hún hitti þann eina rétta, dásamlegan eiginmann sinn.Persónulegur og á köflum átakanlegur þáttur.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14Stef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
Published 08/15/24
Lydía og Gulla tala um innsæið í þættinum. Hvað er þetta innsæi og skiptir einhverju máli að hlusta á það?Vinkonurnar verða óvart mjög persónulegar í þættinum en þær höfðu ekki planað það fyrirfram. Umræðan leiðir þær meira að segja að frásögn um mjög hættulegar aðstæður sem Gulla lenti í með mafíuforingja frá Afríku og kvenréttindi. Takk fyrir að hlusta!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturi...
Published 08/08/24
Jógadrottningin Ágústa Kolbrún Roberts mætti í þáttinn til Gullu og Lydíu. Ágústa hefur verið í jóga frá 17 ára aldri og hefur lengi kennt jóga og verðandi jógakennurum. Hennar markmið var að allir á Íslandi vissu hvað jóga væri. Hún hefur verið brautryðjandi í jóga á Íslandi en jafnframt farið út fyrir kassann og stundum stuðað fólk með jóga og heilun, til dæmis með því að tala um píkuheilun.Þátturinn er einlægur og skemmtilegur og farið er um víðan völl. Það eru margir brandarar um kúk og m...
Published 08/01/24
Gulla og Lydía fengu líkamsræktardrottninguna Aðalheiði Jensen í þáttinn. Aðalheiður hefur verið líkamsræktarþjálfari í fjölmörg ár. Fyrst var hún barnajógakennari, svo með námskeiðið Kröftugar konur en mun í ágúst opna sína eigin stöð, Tilveruna heilsusetur. Þar mun hún bjóða upp á ýmisskonar námskeið, t.d. Kröftugar konur, Barre og Rope jóga. Aðalheiður lætur sig konur varða og hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsa kvenna. Í einlægu spjalli segir hún frá þessu áhugamáli sínu og þei...
Published 07/25/24
Lydía og Gulla hafa fengið spurningar frá hlustendum um sjálfsvinnu. Þær reyna að svara þessum spurningum í þættinum. Hvað er sjálfsvinna? Hvernig veit maður hvaða sjálfsvinnu er gott að fara í? Hvar byrjar maður?Vinkonurnar verða óvart mjög persónulegar í þættinum en þær höfðu ekki planað það fyrirfram. Þátturinn er því blanda af upplýsingum um sjálfsvinnu og persónulegum sögum. Takk fyrir að hlusta!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Got...
Published 07/18/24
Gulla og Lydía fengu kjarnorkuverið Kötlu Hreiðarsdóttur, úr Systrum og mökum, í þáttinn. Katla er með mörg járn í eldinum. Hún á fatamerkið Volcano design þar sem hún hannar fötin sjálf, framleiðir á Íslandi og selur. Hún rekur hönnunarverslunina Systur og makar. Hún er menntuð sem innanhúshönnuður og heldur úti mjög vinsælum reikningi, Systurogmakar, á instagram. Hún á einnig stóra fjölskyldu en hún á von á þriðja barni sínu í september, en þá mun hún eiga þrjá drengi undir fjögurra ára ald...
Published 07/14/24
Gulla og Lydía ákveða að spila samskiptaspil í þættinum. Þær spyrja hvora aðra erfiðra, djúpra og skemmtilegra spurninga um lífið og tilveruna. Við hvetjum þig til þess að spyrja sjálfa(n) þig sömu spurninga þegar þú hlustar! Kannski lærir þú eitthvað um þig.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
Published 07/07/24
Gulla og Lydía skoða hvort lífið breytist eftir fertugt. Stundum heyrist sagt að lífið byrji eftir fertugt eða að lífið verði miklu betra eftir fertugt. Er það satt? Eða er lífið erfiðara eftir fertugt en fyrir þann aldur?Stelpurnar ræða málið og skoða margar hliðar á lífinu eftir fertugt. Hvernig sjálfstraustið er mögulega aðeins meira en hvernig þær eru orðnar meiri “dúllur” og þurfa að hugsa betur um sig. Svo finnst Gullu soldið erfitt að vera þremur árum eldri en Lydía og finnst frekar pi...
Published 06/27/24
Við ákváðum óvænt og með engum fyrirvara að taka upp þátt þar sem við töluðum um það hvernig upplifun það var að búa til podkast. Hvenær og hvernig varð hugmyndin til? Hvernig hefur gengið? Hvað hefur verið erfitt í ferlinu og hvað hefur verið auðvelt?Skemmtilegur þáttur þar sem orkustigið og gleðin er mikil. Lydíu og Gullu liggur mikið á hjarta og langar að þakka hluta af því góða fólki sem hjálpaði okkur að láta podkast drauminn rætast. Góða skemmtun!Ert þú ekki örugglega að fylgja ok...
Published 06/20/24
Við höldum áfram að tala um streitu, en núna skoðum við hvernig taugakerfið tengist streitu. Í þættinum setur Lydía aftur á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um taugakerfið. Gulla segist ekkert vita um taugakerfið, en Lydía fæst við taugakerfi fólks í vinnunni alla daga.Hvað er þetta taugakerfi? Hvernig virkar það? Hvað þýðir að vera strekktur á taugum? Hvernig hefur streita og áföll áhrif á taugakerfið? Gulla ásamt hlustendum fá svör við öllum þessum spurningum í þæt...
Published 06/12/24
Í þessum þætti af Í alvöru talað! fjöllum við um gleði frá ýmsum hliðum. Er gleði bara viðbrögð okkar við því sem gerist eða getum við stjórnað henni sjálf? Getum við bætt lífið okkar með því að reyna að auka gleðina?Lydía og Gulla upplifa gleðina á ólíkan hátt. Gullu er eðlislægt að bæta gleði og fíflaskap inn í flest sem hún gerir en Lydía á það til að upplifa lífið með of miklum alvarleika. Er Gulla í bullinu? Hvað segir sálfræðingurinn?Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðl...
Published 06/06/24
Hæ og takk fyrir að hlusta.Þessi þáttur af Í alvöru talað! er frábrugðinn öðrum. Þetta er stuttur þáttur, svokallaður örþáttur, sem inniheldur stutta hugleiðslu fyrir þig. Komdu þér fyrir í ró og næði og njóttu þessarar hugleiðslu. Hún getur hjálpað þér að róa taugakerfið aðeins og að tengjast þér betur. Hugleiðslan er gjöf frá mér til þín. Njóttu vel! Kveðja, Lydía.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á...
Published 06/06/24
Í þessum þætti af Í alvöru talað! skoðum við saman hvort það skiptir okkur einhverju máli að hugsa um útlitið. Hverju getur það breytt og hverju getur það ekki breytt. Er það að hugsa um útliði yfirborðskennt prjál eða er það öflugt verkfæri til sjálfsástar. Þrusulíflegar samræður um útlit þar sem Gulla kennir okkur alls konar trikk og hlær að því að Lydía viti ekki hvað rótarsprey er.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi)...
Published 05/31/24
Við elskum að tala um streitu! Í þættinum setur Lydía á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um streitu. Hvað streita er, hvernig mismunandi streituvaldar geta valdið álagi ásamt því að við ræðum það hvað hægt er að gera til þess að minnka streitu, hlúa að sér og finna jafnvægið. Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
Published 05/31/24
Í þættinum kynnumst við Lydíu Ósk, sem er annar stjórnanda hlaðvarpsins. Lydía segir frá lífi sínu og hvað hefur mótað hana og gert að þeirri manneskju sem hún er í dag.Lydía er þriggja barna móðir, sálfræðingur og jógakennari. Hún er sterk og dugleg kona með það markmið að minnka streituna í samfélaginu. Í æsku var hún ábyrgðarfullur nörd sem fannst hún ekki passa inn í hópinn í skólanum.Lydía hefur mest alla ævina haft of mikið að gera og hefur tvisvar sinnum misst heilsuna, í fyrra ...
Published 05/30/24