Description
Það eru margir sem prófa að tileinka sér vegan-lífsstíl í janúar í tilefni af Veganúar sem viðmælandi þáttarins segir að sé hátíð fyrir veganista. Kokkaflakkarinn er áhugasamur um alla anga matarhegðunar fólks og fékk því eina helstu klappstýru veganista í spjall en það er engin önnur en hún Guðrún Sóley Gestsdóttir sem um ræðir. Við ræddum veganmat og lífsstílinn, fordómana sem þau sem kjósa að vera vegan verða fyrir og hversu stressandi það er að skrifa matreiðslubók, sem hún jú hefur reynslu af. Guðrún Sóley er þekkt andlit sem hefur verið viðloðandi fjölmiðla um árabil, bæði í útvarpi og sjónvarpi, þar sem hún stýrir meðal annars menningarumfjöllun á RÚV. Mjög skemmtilegt spjall. Gleðilegan veganúar!
Gestur Kokkaflakks að þessu sinni er Georg Leite sem á meðal mjög stórs hóps fólks er betur þekktur sem Goggi á Kalda. Við ræðum bransann, Covid lokanir og að þó þær séu erfiðar fyrir veitingabransann leynist kannski eitthvað jákvætt í þeim. Við ræðum ljósmyndarann Georg, leikarann Georg...
Published 04/27/21
Gestur þáttarins í þetta sinn er næringarfræðingurinn og vísindakonan Anna Sigríður Ólafsdóttir. Við áttum afar áhugavert spjall um matvendni barna og tengsl matvendni við ADHD og einhverfu sem hún hefur verið að rannsaka í dálítinn tíma. Hún stóð fyrir bragðlaukaþjálfun fyrir matvönd börn,...
Published 04/20/21