Description
Í þessum þætti Krakkaheimskviða minnumst við atburða síðasta árs frá því að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023. Fréttamaðurinn og fullorðins-Heimskviðuumsjónarmaðurinn Bjarni Pétur Jónsson segir okkur hvernig þessir atburðir tengjast því sem er að gerast í Líbanon, en á þriðjudaginn réðst Ísraelsher inn í landið. Í seinni hluta þáttarins vendum við kvæði okkar í kross og förum út í geim, nánar til tekið til Mars. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, segir okkur frá mjög merkilegri uppgötvun um plánetuna.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða segir Ingibjörg Fríða Helgadóttur okkur frá Malölu Yousafzai, einni af röddunum í upphafi allra Krakkaheimskviðuþátta. Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við fréttamanninn Önnu Lilju Þórisdóttur um bresku konungsfjölskylduna og samband þeirra við Ástralíu.
...
Published 11/16/24
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ræðir Karitas við fréttamanninn Birtu Björnsdóttur um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sem fóru fram í vikunni. Í seinni hluta þáttarins skoðum við fimm hundruð ára gamal hálsmen sem fannst í Bretlandi árið 2019 og tengist merkilegri konungsfjölskyldu þar...
Published 11/09/24