Ráfað um rófið 02 05 - Dagmar Ósk, dúkkubörn, handavinna og fleira
Listen now
Description
Ráfið liggur að þessu sinni alla leið á Selfoss, en gestir þáttarins koma einmitt þaðan. Dagmar Ósk Héðinsdóttir hefur vakið athygli fyrir dúkkubörnin sín og mætti til Evu Ágústu og Guðlaugar Svölu ásamt hinni brosmildu Rósu Lind. Dúkkubörn hjálpa mikið með kvíða og depurð, framkalla vellíðan með faðmlögum og verða oft til þess að skapa samtöl og tengsl. Stundum mæta foreldrar dúkkubarna fordómum en oft vekja dúkkubörnin gleði og ánægju. Fjölbreytileiki einhverfurófsins, boccia, handavinna og prjónakennsla á elliheimili koma líka við sögu.
More Episodes
Ráf dagsins liggur um víðan völl, enda þrjár AuDHD konur við borðið. Sara Rós Kristinsdóttir, sem heldur úti fræðslu um einhverfu og fleira á fleiri en einum vettvangi (Lífsstefna á Instagram, hlaðvarpið 4 vaktin, Skólamálin okkar á fb, audhdsara á tiktok) er gestur þáttarins. Eva Ágústa er með...
Published 07/12/24
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24