Ráfað um rófið 02 07 - Áhugamál - eru áhugmál einhverfra eitthvað sérstök?
Listen now
Description
Eva Ágústa og Guðlaug Svala ráfa í þessum þætti um lendur áhugamálanna - og þá sérstaklega áhugamál einhverfra. Þær fá til þess frábæra aðstoð frá spjallþræði á Fb-grúppunni Skynsegin, þar sem málið um áhugann er krufið til mergjar. Af hverju er það skrýtnara að hrífast af finnska vetrarstríðinu en enska boltanum? Þarf fullorðið fólk að skammast sín fyrir að skapa listaverk úr perlum (af því að þær eru barnadót) eða ofurást á blekpennum? Við sögu koma klisjur, mýtur og fordómar - enda erum við að tala um einhverfu - en líka krafturinn og heilunin sem getur falist í því að sökkva sér ofan í flæði með því að sinna hugðarefnum sínum. 
More Episodes
Ráf dagsins liggur um víðan völl, enda þrjár AuDHD konur við borðið. Sara Rós Kristinsdóttir, sem heldur úti fræðslu um einhverfu og fleira á fleiri en einum vettvangi (Lífsstefna á Instagram, hlaðvarpið 4 vaktin, Skólamálin okkar á fb, audhdsara á tiktok) er gestur þáttarins. Eva Ágústa er með...
Published 07/12/24
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24