Ráfað um rófið 03 02 - Margrét Oddný og Páll Ármann, Seinhverfa
Listen now
Description
Í þessum þætti ráfa þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala í fylgd tveggja gesta, sem bæði hafa komið áður í spjall. Margrét Oddný Leópoldsdóttir og Páll Ármann eru bæði, líkt og þær Guðlaug og Eva, seinhverf - eða uppgötvuðu með öðrum orðum einhverfuna sína á fullorðinsárum. Umræðan skoðar frá ýmsum sjónarhornum hvað það þýðir að greinast seint á einhverfurófi, hvort það er kostur að vita af einhverfunni og þá hvernig. Fjallað er um áskoranir og viðhorf samfélagsins og einhverfra sjálfra til lífsins og tilverunnar. "Er hægt að vera í ofbeldissambandi við samfélagið?" - er kannski stærsta spurningin sem spurt er í þessum þætti.  Þessi þáttur er sá fyrri af tveimur þar sem viðmælendur eru þeir sömu. 
More Episodes
Ráf dagsins liggur um víðan völl, enda þrjár AuDHD konur við borðið. Sara Rós Kristinsdóttir, sem heldur úti fræðslu um einhverfu og fleira á fleiri en einum vettvangi (Lífsstefna á Instagram, hlaðvarpið 4 vaktin, Skólamálin okkar á fb, audhdsara á tiktok) er gestur þáttarins. Eva Ágústa er með...
Published 07/12/24
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24