Description
Sunnudagurinn 5. febrúar
Í þriðja Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Gísli Tryggvason lögfræðingur og ræðir um lagalegt umhverfi stéttarfélaga og vinnudeilna. Gísli hélt utan um endurskoðun vinnulöggjafarinnar 1996, var framkvæmdastjóri BHM og þekkir vel til lagaumhverfis verkalýðshreyfingarinnar. Hverjar eru takmarkanir samnings- og verkfallsréttar? Styður eða hemur lagaumhverfið baráttu verkafólks?