Episodes
Sunnudagurinn 2. apríl Sigurður Pétursson sagnfræðiingur fer yfir lærdóminn af tíu þáttum Samtals á sunnudegi um verkalýðsmál.
Published 04/05/23
Published 04/05/23
Sunnudagurinn 26. mars - BSRB Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB ræðir verkalýðsbaráttu opinberra starfsmanna í dag við þá Sigurð Pétursson sagnfræðiing og Gunnar Smára Egilsson.
Published 03/26/23
Sunnudagurinn 19. mars Efling Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ræðir verkalýðsbaráttu láglaunafólks í dag í Samtali á sunnudegi um verkalýðsbaráttu við þá Sigurð Pétursson sagnfræðiing og Gunnar Smára Egilsson.
Published 03/19/23
Sunnudagurinn 12. mars Stefán Ólafsson prófessor hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá Eflingu og setið í samninganefnd félagsins. Hann ræðir þá reynslu í samtali á sunnudegi um verkalýðsmál en ekki síður um bók sína, Baráttan um bjargirnar, þar sem meginstefið er áhrif verkalýðsbaráttunnar á samfélagið.
Published 03/12/23
Sunnudagurinn 5. mars Verkalýðsbarátta er stéttabarátta og við ræðum stéttir í samtali á sunnudegi um verkalýðsmál að þessu sinni. Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðing ræðir ólíkar stéttaskilgreiningar og hvernig stéttabaráttan hefur mótað samfélagið.
Published 03/05/23
Sunnudagurinn 26. febrúar Kvennabaráttan er ekki alveg samfléttuð við verkalýðsbaráttuna. Því miður mætti segja. Í upphafi var konum haldið frá stéttarfélögum og það tók langan tíma fyrir konur að setja mark sitt á heildarsamtök verkalýðshreyfingarinnar. Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur kemur í samtal á sunnudegi og ræðir um konur og verkalýðsbaráttu.
Published 02/26/23
Sunnudagurinn 19. febrúar Saga velferðarríkisins er nátengt verkalýðsbaráttunni á Vesturlöndum, bæði hugmynd og framkvæmd. Guðmundur Jónsson sagnfræðingur segir okkur frá baráttunni fyrir velferðarríkinu, bæði þegar reynt var að koma á því á og síðar þegar baráttan snerist um að verja það. Hver var hlutur verkalýðshreyfingarinnar í þeirri baráttu.
Published 02/19/23
Sunnudagurinn 12. febrúar Í fjórða Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Sigrún Ólafsdóttir prófessor og ræðir um rannsóknir á ójöfnuði, birtingarmyndum hans og áhrifum. Baráttan gegn ójöfnuði var lykilatriði verkalýðsbaráttunnar á síðustu öld og er enn. Hver eru áhrif ójöfnuðar á einstaklinga, stéttir og samfélagið allt?
Published 02/12/23
Sunnudagurinn 5. febrúar Í þriðja Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Gísli Tryggvason lögfræðingur og ræðir um lagalegt umhverfi stéttarfélaga og vinnudeilna. Gísli hélt utan um endurskoðun vinnulöggjafarinnar 1996, var framkvæmdastjóri BHM og þekkir vel til lagaumhverfis verkalýðshreyfingarinnar. Hverjar eru takmarkanir samnings- og verkfallsréttar? Styður eða hemur lagaumhverfið baráttu verkafólks?
Published 02/05/23
Sunnudagurinn 29. janúar Í öðru Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Ögmundur Jónasson og segir frá verkalýðsbaráttunni á tímum nýfrjálshyggjunnar, en Ögmundur var formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins og síðar formaður BSRB á því tímabili. Hver voru viðbrögð nýfrjálshyggjunnar gegn verkalýðsbaráttu og hver voru viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við nýfrjálshyggjunni?
Published 01/30/23
Í fyrsta Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Þorleifur Friðriksson og segir frá upphafi verkalýðsbaráttu á Íslandi, hverjar voru rætur hennar, baráttuaðferðir, markmið og árangur. Þeir ræða líka áhrif á verkalýðsbaráttunnar á stjórnmálin og öfugt, stöðu kvenna og karla og hvernig hinn réttlausi verkalýður náði smátt og smátt að hafa áhrif á samfélagið sem hann lifði innan.
Published 01/22/23