Segðu mér sögu
Listen now
Description
Yrsa Sigurðardóttir er fyrsti gesturinn í Segðu mér sögu með Halla Thorst. Viðtalið var tekið í Iðnó í haust á glæpasagnahátiðinni Iceland Noir, þar sem Yrsa hefur verið ein helsta driffjöðurin. Yrsa hóf feril sinn sem barnabókahöfundur en er nú þekktari sem „glæpasagnadrottning“ Íslendinga. Bækur hennar hafa slegið í gegn bæði hérlendis og úti í heimi, hvort sem það eru bækurnar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem hafa farið sigurför á heiminn eða hennar nýrri titlar um Huldar og Freyju sem gefa fyrri bókum ekkert eftir. Yrsa segist ekki þurfa sérstakt næði til skrifa, skrifar oft upp í sófa og finnst best að hafa hryllingsmyndir á skjánum fyrir framan sig. Bók Yrsu, Ég man þig, rataði á hvíta tjaldið 2017 og Sigurjón Sighvatson vinnur nú að með bókina Kuldi frá 2012
More Episodes
Hinn landsþekkti leikari Guðmundur Ólafsson er jafnframt vinsæll rithöfundur og sá eini sem tvisvar hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin. Í fyrra skiptið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og það síðara 1998 fyrir Heljarstökk afturábak. Krakkar á öllum aldri nutu líka listilegrar frásagnargáfu...
Published 01/08/20
Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af...
Published 01/08/20
Published 01/08/20