Episodes
Hinn landsþekkti leikari Guðmundur Ólafsson er jafnframt vinsæll rithöfundur og sá eini sem tvisvar hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin. Í fyrra skiptið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og það síðara 1998 fyrir Heljarstökk afturábak. Krakkar á öllum aldri nutu líka listilegrar frásagnargáfu hans í talsettu barnaefni á Stöð 2 í áratugi. Hér á Storytel má m.a. hlýða á einstakan flutning hans á sögunum um Emil og Skunda. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga.
Published 01/08/20
Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af þríeykinu Borgardætrum, en hér á Storytel sýnir hún á sér nýja hlið og les meðal annars Stúlkurnar á Englandsferjunni eftir danska glæpasagnahöfundinn Lone Theils. Hún segir okkur líka frá bókum föður...
Published 01/08/20
Published 01/08/20
Arnar Jónsson steig fyrst á leiksvið hjá Leikfélagi Akureyrar 10 ára gamall. Faðir hans var formaður leikfélagsins og mamma hans, sem var frábær eftirherma, seldi miða í leikhúsið á heimilinu. Sextíu og sex árum síðar, 76 ára gamall, er Arnar enn á fullu og þau Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og eiginkona hans vinna nú að sjónvarpsútfærslu á einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson, sem fyrir sex árum var kveðjustykki hans á sviðinu.
Published 01/08/20
Miðaldasagnaheimur Söndru B. Clausen í seríunni Hjartablóð, ljósblár með sögulegu ívafi, er á ýmsa lund nýstárlegur. En sögur hennar af Magdalenu Ingvarsdóttur, fjölskyldu hennar úr Smálöndum Sviþjóðar, ástum hennar og örlögum fyrir 400 árum, eru um leið kunnuglegar, því hjartalag mannanna hefur lítið breyst. Hjartablóðsserían í flutningi Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur njóta mikilla vinsælda hér á Storytel. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri...
Published 01/08/20
Ein gagnlegasta hljóðbókin á Storytel fyrir þá þá sem unna landinu og Íslandssögunni hlýtur að vera bók fræðaþularins Jóns R. Hjálmarssonar: Landnámssögur við þjóðveginn í flutningi Hinriks Ólafssonar. Í bókinni er boðið upp á hringferð um landið þar sem sagðar eru sögur af landnámsmönnunum og heimkynnum þeirra. Hinrik er þjóðþekktur leikari, en líka leiðsögumaður eins og Jón og jafnframt mikill hestamaður. Hinrik segir ekkert jafnast á við það að skoða Ísland af hestbaki. Hallgrímur...
Published 01/08/20
Storytel fagnar því að hafa fengið Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur í raðir flytjenda. Það er ekki bara að þessi magnaða leikkona hafi veitt okkur næma hlutdeild í sigrum og sorgum fólks með persónutúlkun sinni á leiksviðinu, í kvikmyndum og sjónvarpi í gegnum árin, heldur hefur hún að undanförnu deilt opinberlega eigin baráttu og sorgum við ótímabært fráfall eiginmanns hennar Stefáns Karls Stefánssonar með fágætum styrk og reisn. Steinunn Ólína talar opinskátt um líf sitt í kjölfar...
Published 01/08/20
Davíð Logi Sigurðsson er fjórði gestur Halla Thorst í Segðu mér sögu. Davíð Logi hefur starfað sem blaðamaður og í utanríkisráðuneytinu, en í bókum sínum fléttar hann sagnfræði og skáldskap saman á listilegan hátt. Ærumissir kom út árið 2018 og segir frá örlögum sýslumannsins Einars M. Jónassonar sem varð fórnarlamb Jónasar frá Hriflu í mögnuðu valdatafli. Ljósin á Dettifossi sem kom út ári á undan geymir svo magnaða örlagasögu af fólkinu sem barðist fyrir lífi sínu í sjónum, þar á meðal afa...
Published 01/08/20
Bækur Sólveigar Pálsdóttur um Guðgeir lögreglumann hafa slegið í gegn á undanförnum árum, en sú nýjasta, Refurinn, kom út árið 2018 við frábærar undirtektir lesenda, Sólveig les sjálf útgáfuna hér á Storytel. Alls eru bækurnar um Guðgeir orðnar fjórar en áður en Sólveig sneri sér að ritstörfum starfaði hún við útvarps-og sjónvarpsleik, vann við talsetningar og ýmis önnur leiklistartengd störf sem hún grípur enn í. Þá vann Sólveig lengi við dagskrárgerð í útvarpi og að ýmsum menningarmálum....
Published 01/07/20
Jóhann Sigurðarson er einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Frammistaða hans hefur hrifið jafnt gesti Þjóðleikhússins sem og börn heima í stofu sem dolfallin hafa heyrt hann bregða sér í allra kvikinda gervi í talsettu barnaefni. Svo er hann líka góður söngvari. En hér förum við með Jóhann yfir nýjasta afrekið: Frábæran flutning hans á Harry Potter bókunum eftir J.K. Rowling sem finna má hér á Storytel. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri...
Published 01/07/20
Yrsa Sigurðardóttir er fyrsti gesturinn í Segðu mér sögu með Halla Thorst. Viðtalið var tekið í Iðnó í haust á glæpasagnahátiðinni Iceland Noir, þar sem Yrsa hefur verið ein helsta driffjöðurin. Yrsa hóf feril sinn sem barnabókahöfundur en er nú þekktari sem „glæpasagnadrottning“ Íslendinga. Bækur hennar hafa slegið í gegn bæði hérlendis og úti í heimi, hvort sem það eru bækurnar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem hafa farið sigurför á heiminn eða hennar nýrri titlar um Huldar og Freyju sem...
Published 01/07/20