Segðu mér sögu
Listen now
Description
Davíð Logi Sigurðsson er fjórði gestur Halla Thorst í Segðu mér sögu. Davíð Logi hefur starfað sem blaðamaður og í utanríkisráðuneytinu, en í bókum sínum fléttar hann sagnfræði og skáldskap saman á listilegan hátt. Ærumissir kom út árið 2018 og segir frá örlögum sýslumannsins Einars M. Jónassonar sem varð fórnarlamb Jónasar frá Hriflu í mögnuðu valdatafli. Ljósin á Dettifossi sem kom út ári á undan geymir svo magnaða örlagasögu af fólkinu sem barðist fyrir lífi sínu í sjónum, þar á meðal afa höfundarins, þegar þýskir kafbátar sökktu hinum fræga Dettifossi í síðari heimsstyrjöldinni. Davíð Logi skýrir meðal annars frá því í viðtalinu hvernig kveikjan að nýju bókinni varð til við rannsóknarvinnuna við bókina um Dettifoss.
More Episodes
Hinn landsþekkti leikari Guðmundur Ólafsson er jafnframt vinsæll rithöfundur og sá eini sem tvisvar hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin. Í fyrra skiptið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og það síðara 1998 fyrir Heljarstökk afturábak. Krakkar á öllum aldri nutu líka listilegrar frásagnargáfu...
Published 01/08/20
Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af...
Published 01/08/20
Published 01/08/20