Segðu mér sögu
Listen now
Description
Bækur Sólveigar Pálsdóttur um Guðgeir lögreglumann hafa slegið í gegn á undanförnum árum, en sú nýjasta, Refurinn, kom út árið 2018 við frábærar undirtektir lesenda, Sólveig les sjálf útgáfuna hér á Storytel. Alls eru bækurnar um Guðgeir orðnar fjórar en áður en Sólveig sneri sér að ritstörfum starfaði hún við útvarps-og sjónvarpsleik, vann við talsetningar og ýmis önnur leiklistartengd störf sem hún grípur enn í. Þá vann Sólveig lengi við dagskrárgerð í útvarpi og að ýmsum menningarmálum. Auk þess var hún framhaldsskólakennari í 17 ár. Sólveig segir að umfjöllunarefnið í Refnum, innflytjendur í íslensku samfélagi, sé gíðarlega áhugavert en líka viðkvæmt. Hún kynntist lífi innflytjenda í kennarastarfinu þegar hún aðstoðaði útlendinga við að ná tökum á íslenskum veruleika.
More Episodes
Hinn landsþekkti leikari Guðmundur Ólafsson er jafnframt vinsæll rithöfundur og sá eini sem tvisvar hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin. Í fyrra skiptið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og það síðara 1998 fyrir Heljarstökk afturábak. Krakkar á öllum aldri nutu líka listilegrar frásagnargáfu...
Published 01/08/20
Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af...
Published 01/08/20
Published 01/08/20