#9 - Kormákur fullnýtti golftrygginguna
Listen now
Description
Kormákur Geirharðsson, vertinn á Ölstofunni, tónlistamaður og fatabúðareigandi, er gestur Seinni níu þessa vikuna. Kormákur er fínasti kylfingur með um 15 í forgjöf en forgjöfin var talsvert lægri á árum áður. Kormákur fékk ungur mikla golfdellu og vann nokkur sumar sem golfvallastarfsmaður á Grafarholtsvelli. Í spjalli sínu við Jón & Loga segir Kormákur meðal annars frá því þegar hann fór holu í höggi í Kúala Lúmpur en var svo heppinn að geta fullnýtt golftryggingu á barnum að leik loknum. Í þættinum kemur Coca-Cola endurunninn fatnaður meðal annars við sögu, pönk & golf, og erfiðleikar á púttflötinni. Þátturinn er í boði: Ecco - Eagle Golfferðir - Unbroken - Lindin - Ölgerðin
More Episodes
Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu. Arnar er fínn kylfingur með um 10 í forgjöf en að eigin sögn kemst hann ekki neðar sökum æfingaleysis í stutta spilinu. Arnar hefur verið mjög sigursæll þjálfari á síðstu árum og í þættinum flökkum við á milli...
Published 11/15/24
Golfvallarhönnuðurinn Edwin Roald Rögnvaldsson kemur í heimsókn til okkar í Seinni níu. Golfvallahönnun fær sviðið í þessum þætti ásamt skemmtilegri umræðu um golf á mannlegum nótum. Edwin segir okkur frá því hvernig hann varð að golfvallarhönnuði. Sömuleiðis segir hann okkur ótrúlega sögu af...
Published 11/07/24
Published 11/07/24