#34 - Arnar Gunnlaugsson er með hátt xG á golfvellinum
Listen now
Description
Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu. Arnar er fínn kylfingur með um 10 í forgjöf en að eigin sögn kemst hann ekki neðar sökum æfingaleysis í stutta spilinu. Arnar hefur verið mjög sigursæll þjálfari á síðstu árum og í þættinum flökkum við á milli þess að spjalla um golf og fótbolta. Arnar hefur spilað golf víða um heim og á mörgum heimsþekktum golfvöllum. Í ljós kom að Arnar hefur ekki farið holu í höggi og var velt upp þeim möguleika hvort bölvun ríki á Bergmann-mönnum í þeim efnum. Einn þáttur í undirbúningi Arnars fyrir leiki hjá Víkingum er að fara á æfingasvæðið og slá nokkra golfbolta. Í þættinum fengum við félagar líklega sex viðskiptahugmyndir. Seinni Níu er í boði: - PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala - Golfhöllin - Auto Park
More Episodes
Golfvallarhönnuðurinn Edwin Roald Rögnvaldsson kemur í heimsókn til okkar í Seinni níu. Golfvallahönnun fær sviðið í þessum þætti ásamt skemmtilegri umræðu um golf á mannlegum nótum. Edwin segir okkur frá því hvernig hann varð að golfvallarhönnuði. Sömuleiðis segir hann okkur ótrúlega sögu af...
Published 11/07/24
Published 11/07/24
Næsti gestur okkar í Seinni níu er fjölmiðlamaðurinn Tómas Þór Þórðarson sem hefur undanfarin ár verið umsjónamaður enska boltans hjá Símanum. Hann sagði okkur frá því hvernig það væri að vera frambjóðandi til Alþingis og hvernig hann hefur þróað með sér mikla golfdellu. Þrátt fyrir stuttan...
Published 10/31/24