Episodes
Við rennum yfir lykilræðu Apple á WWDC 2023 ásamt Pétri Jónssyni og Bjarka Guðjónssyni - okkar eigið Pro-teymi ❤️ Stjórnendur eru Atli og Gulli.
Published 06/08/23
Viðfangsefni vikunnar er upphitun fyrir WWDC viðburð Apple, friðhelgi einkalífs og fleira. Við metum einnig hvort Gulli sé að reyna að kveikja í bílskúrnum heima hjá sér.   Umræðupunktar (e. Show notes) Inngangur Rafhjólahornið Tenways rafmagnshjól IPTV umræðan Sýn stefnir Jóni Einari Ad-tech og friðhelgi einkalífs Bandaríkjamenn geta keypt frítt sjónvarp með auglýsingum Starfsmenn Ring virtu friðhelgi einkalífs notenda að vettugi Meta kynnir Quest 3 Verð - $499 Neytendahornið Gulli...
Published 06/02/23
Skýrsla Fjarskiptastofu um fjarskiptamarkaðinn kom út um daginn og Nova gerði hana upp. Microsoft Build var að klárast og setti met í því hversu oft stafirnir A og I voru sagði upphátt. Tæknivarpið fær að prófa Gripið & Greitt og Gulli verslar í Næra. Fujifilm gaf út nýja myndavél og Atli ætlar að panta. Netflix herjar á samnýtingu aðganga og byrjar í BNA. HBO Max verður.. Max. Stjórnendur þetta skiptið eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Þessi þáttur er í boði TechSupport.
Published 05/24/23
- ATT.is og Game Stöðin loka verslunum sínum. - Bónus kynnir EKKi gripið og greitt. - Wolt hefur starfsemi á Íslandi. - Google I/O er rætt, sem fór fram í síðustu viku.- Twitter kynnir nýjan forstjóra Umjsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Egill Moran Friðriksson (Mosi), Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.
Published 05/16/23
Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, mætti í Tæknivarpið og ræddi stöðu bókarinnar í breyttu landslagi.Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Stefán Yngvason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.
Published 05/15/23
Gunnlaugur, Atli Stefán og Mosi ræða fréttir vikunnar: Hlutafjáraukning Ljósleiðarans Blackberry leikin kvikmynd Guðfaðir gervigreindar hættir hjá Google í fússi  Þessi þáttur er í boði TechSupport sem lánar okkur upptökustað 💜    
Published 05/05/23
Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson komu saman og ræddu Apple Reality höfuðtólið sem verður líklega kynnt í sumar, helstu orðróma varðandi WWDC ráðstefnu Apple sem verður 5.-9. júní.
Published 04/28/23
Flugur.is hjálpuðu okkur að gera þennan þátt að veruleika.  Svikapóstar sem eru ekki frá ríkislögreglustjóra, endurhlaðanlegar rafhlöður, páskaegg og ný OnePlus spjaldtölva eru meðal umræðu dagsins. Einnig segja þáttastjórnendur frá því hvaða áskriftir þeir eru með þessa dagana með að streymisveitum.    Umsjónarmenn þáttarins eru Andri Valur, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.
Published 04/12/23
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banki. Ný löggjöf um leigubílaþjónustu tók gildi fyrsta apríl. Hopp stofnaði leigubílaþjónustu, og nýtt fyrirtæki, Hopon ætlar líka að vera með til að Uber-væða íslenskt samfélag Svo er snert á því hvaða matvörubúð á Íslandi sé best og hvers vegna. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Egill Moran Friðriksson (Mosi) og Elmar Torfason.
Published 04/03/23
Við förum yfir fréttir síðustu þriggja vikna útaf sottlu.
Published 03/23/23
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka. Við fáum til okkar góðan gest, hann Daníel Rósinkranz, og ræðum Playstation VR2 sýndarveruleikahjálminn og tölvuleikjaspilun fyrir miðaldra.  Stjórendur eru Atli Stefán og Kristján Thors.  
Published 03/18/23
Starlink hraðapróf, Elon Musk rekur mann ársins, Game Pass á Íslandi og iOS 16.4.
Published 03/09/23
Við fengum góðan gest í þátt vikunnar frá indó: Þór Adam Rúnarsson forritara hjá indó, "ekki bankanum". indó er nýr sparisjóður á Íslandi sem býður upp á veltukort með debit-korti + Apple Pay + Google Pay.  Stjórnendur eru Atli Stefán og Andri Valur.
Published 03/01/23
Starlink opnar á Íslandi, íslenskir netþrjótar ryðja sér til rúms, Sonos hátalarar leka (aftur), Meta býður upp á áskriftir til að tryggja öryggi persónulegs auðkennings og Bing gervigreindin Sydney er dóni.
Published 02/27/23
UTmessan nýafstaðin, Origo stofnar menntunarsjóð fyrir starfsfólk, BagDrop.is tekur töskurnar fyrir þig upp á flugvöll, Samsung kynnir nýja síma og tölvur, Google Bard gervigreindin kynnt, Twitter vinnur 4000 slagna tístum og Nintendo Switch verður þriðja mest selda leikjatölvan. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir
Published 02/09/23
Civitas nýr íslenskur tölvuleikur með bálkakeðju, Gametívi og tæknin í Formúlu 1.
Published 02/03/23
Íslenska fyrirtækið Hefring smíðar tæknilausnir fyrir ómönnuð sjóför. Microsoft bilun hafði áhrif á hundruðir milljóna notenda. Discord er væntanlegt á PlayStation. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar. Stjórnendur þáttarins eru Andri Valur, Bjarni Ben og Sverrir Björgvinsson.
Published 01/26/23
Tæknifréttir vikunnar með Gunnlaugi Reyni, Bjarna Ben og Elmari.
Published 01/22/23
Þáttur ársins og Tækniverðlaun 2022.
Published 01/08/23
Tæknivarpið fer ofan í saumana á máli Nova sem úthlutaði óvart símanúmeri sem var í notkun til til annars viðskiptavinar. Einnig er farið yfir helstu mál síðustu vikna, Spotify wrapped, Domino's wrapped, Xiaomi 13 símann og möguleikann á fleiri App Store verslunum í iOS heimi. Síðast en ekki síst, þá ræða stjórnendur þáttarins bestu jólagjafir ársins í heimi tækninnar. Stjórnendur eru Atli Stefán Yngvason, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.
Published 12/17/22
Niðurgreiðslur rafbíla, Elno-hornið, nýtt Gorilla glass og rafræn skilríki.
Published 11/30/22
Twitter, FTX, Bose QC Earbuds 2 og Arc-vafrinn.
Published 11/19/22
Allt um sýndarveruleika með íslensku fyrirtæki á alþjóðavettvangi: Arkio.
Published 11/11/22
Ísland slugsar í netöryggi og tæknifréttir vikunnar
Published 11/05/22
Kaupin á Twitter gengu í gegn í vikunni og fyrsta verk Elon Musk var að reka nokkra stjórnendur. En hvers vegna var hann að kaupa Twitter? Gulli er handviss um að 10 kynslóð af iPad sé grunntýpan. Við ræddum til hvers fólk kaupir iPad og hvaða týpu þú átt að velja. Þátturinn er í boði KFC sem selur B.O.S.S. Bacon máltíð.  Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben,  Gunnlaugur Reynir,  Kristján Thors og Valtýr Bjarki.
Published 10/29/22