#133 Gísli og Erlingur - stofnendur Controlant
Listen now
Description
Starfsmönnum Controlant fjölgaði úr 50 í 350 og tekjurnar úr 400 milljónum í 8 milljararða á aðeins 2 árum. Controlant varð landsþekkt á örskömmum tíma þegar samstarf þess við Pfizer og vöktun bóluefna gegn Covid-19 var handsalað. Það er freistandi að kalla þetta 'overnight success' en ef horft er til síðustu 15 ára er ljóst að árangurinn náðist ekki á einni nóttu. Rafmagnsverkfræðingarnir Gísli og Elli hönnuðu þráðlausan skynjara til að mæla þrýstinginn í jeppadekkjum en þegar svínaflensan skaut upp kollinum kom í ljós að skynjararnir gætu gegnt mikilvægara hlutverki í samfélaginu. Þar hófst mikill vöxtur og vegferð í átt að samningum við Pfizer með skrautlegum verkefnum í millitíðinni þar sem lausnir Controlant vöktuðu gítar Brian May, þörunga, matvörur fyrir Chipotle og fleiri.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23