#140 - Snæbjörn Arngrímsson
Listen now
Description
Harry Potter hafði áhrif á heilu kynslóðirnar en ekki jafn mikil áhrif á neinn mann og Snæbjörn Arngrímsson. Snæbjörn var 25 ára, þriggja barna faðir og eigandi forlagsins Bjarts þegar endurskoðandinn hans hringdi og spurði hvort skynsamlegt væri að halda rekstrinum áfram með svona stóra fjölskyldu. Þrátt fyrir að bera sig alltaf eins og sigurvegara og koma fram í viðtölum með fyrirsögnum á borð við “Fé skortir mig ei!” og “Bjartur gengur brilliant!” - á meðan hann tók næturvaktir á geðdeild og skúraði kirkjugólf til að halda sér uppi, þá var þetta ekki símtalið sem hann vildi fá Frá þessum tímapunkti hefst ótrúleg atburðarrás forleggjara sem sneri rekstrinum upp í listform: réð til sín ímyndaðan starfsmann, veitti bókum ímynduð verðlaun, hringdi sjálfur í sig þegar það var lítið að gera, rambar á Harry Potter, seldi milljón eintök af DaVinci lyklinum í Danmörku, bjó til ímynduð viðskiptamódel sem viðskiptafræðideildin vildi fá hann til að fjalla um, fékk ævintýraleg kauptilboð, seldi forlögin sín og flytur á ólífubúgarð á Ítalíu.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23