Description
Lárus Welding setti sér það markmið að gerast bankastjóri fyrir þrítugt eftir að hafa séð Bjarna Ármannsson gera slíkt hið sama 10 árum áður.
“Það reyndust stór mistök," enda hvarflaði ekki að honum að í kjölfar 17 mánaða sem bankastjóri myndu fylgja 17 ár af málaferlum.
Lárus segir á einlægan hátt frá vegferðinni í átt að bankastjóratitlinum; svarta beltinu í karate, ofsakvíðakasti eftir samningaviðræður í London, glímuna við áfengi og að gefa það upp á bátinn eftir atvik degi fyrir afmæli dóttur hans, AA samtökunum, hvað starfsfólki bankanna gekk til í hruninu, heimsóknir til sálfræðings og geðlæknis og hvernig hreyfing, nám og að biðja fyrir þeim sem sóttu að honum voru mikilvæg vopn í baráttunni við vonleysið sem herjaði á hann árin eftir hrun.
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23