Description
JGG er atvinnuplöggari sem er sérlega fylginn sér. Hann hefur líklega séð og plöggað öllum bíómyndum og sjónvarpsseríum sem þú hefur heyrt af. Í þættinum ræðir hann forna tíma í útvarpi með menningarhetjum samfélagsins (Simmi, Jói, Auddi, Pétur), frasakonungs starfstitilinn og frasafræðarahlutverk hans fyrir Næturvaktina (gugga í gúmmíbát), þegar hann flutti umdeildan Jordan Belfort til landsins (“eina höggið sem ég hef tekið í mínu einyrkjabrölti”), að biðja stöðugt um hluti og hræðast ekki höfnunina (“góðar hugmyndir neita að deyja”), meistaranám í ritlist frekar en MBA, að fara frá því að horfa á sjónvarpsseríur yfir í að skrifa sjónvarpsseríur, loffaralíðan, hverju er auð-plögganlegt og hverju ekki og að missa litlu systur sína úr krabbameini.
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23