Description
Gunnlaugur Jónsson er gestur vikunnar. Við félagarnir fórum yfir víðan völl enda áhugasvið og ferill Gulla afar athyglisverður.
Nýdönsk, afhverju vann FH ekki 89?, Draumalið ÍA frá 1980, Gaui Þórðar, Teitur Þórðar, Selfoss, Valur, Þróttur og fjölmiðlabakterían bar á góma! Við lentum í tómum vandræðum með þjófavörnina, brunavarnirnar og margt fleira.
Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport og 0% Budvar fyrir samstarfið góða og óskum ykkur öllum þess að njóta vel!
Það Er Alltaf Von
Gestur vikunnar er einn af áhrifaríkustu þjálfurum í sögu þjóðar! Friðrik Ingi stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í Íslandsmótinu þegar hann var einungis 22 ára gamall, geri aðrir betur.
Við ræddum Jordan, Phil Jackson, Pat Riley, liðsheild, makamissi, fótbolta, þríhyrningssóknina og um hvað...
Published 11/25/24
Gestur vikunnar er Íslandsmeistari í fótbolta 2024. Nik Chamberlain kemur frá Englandi, lærði í Alabama og tengdist Íslandi þar í gegnum
m.a. Sigga Sör, Kára Ársæls og Hjört Hjartar!
Hann kom til Íslands og spilaði á Álftanesi, hjá ÍH (rósir eru rauðar, fjöllin eru blá, hverjir eru bestir - ÍH)...
Published 11/18/24