Episodes
Flogið heitum vængjum yfir ríða, drepa, giftast, sköpunarsögu Tveggja á toppnum, Vikuna með Gísla Marteini, Penguin, Yellowstone og allt þar á milli.
Published 11/14/24
Oddur tekinn af lífi. Myndin um fyrrverandi og næsta forseta Bandaríkjanna. Sérstakur gestur: Jón Þór Stefánsson, blaðamaður, Adam Sandler sérfræðingur og (ekki) stjórnmálafræðingur.
Published 11/07/24
Heimskunnur morðingi mætti í settið.
Published 10/30/24
Umdeildasta mynd ársins með Demi Moore og Dennis Qaid. Sú sem fékk kvikmyndahúsagesti til að æla og falla í yfirlið.
Published 10/24/24
Egill Helgason og Theodóra Björk Guðjónsdóttir ræða nýjustu þættina úr heimi Miðgarðs. Reiðin á internetinu, orkar, álfar og gaslýsing Saurons meðal þess sem rætt er um.
Published 10/17/24
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona á Stöð 2 og Jóhann Leplat Ágústsson stjórnandi Kvikmyndaáhugamanna á Facebook ræða umdeildustu mynd ársins. Elísabet gekk út í hléi og er ekki parsátt. Jóhann Leplat er öllu rólegri og gefur myndinni 7,5 af 10 mögulegum.
Published 10/08/24
Erlendar stórstjörnur falla í hrönnum þessa dagana. Maggie Smith, Kris Kristofferson og fleiri. Líka endurkoma Law and Order. Fyrstu viðbrögð við Joker 2 (án spilla), Will & Harper, Hringadróttinssaga og allskonar annað. Nóg framundan.
Published 10/03/24
Dóra Júlía fjölmiðlakona og plötusnúður mætir og greinir nýju Netflix seríuna um Menendez bræður sem myrtu foreldra sína. Ræðum helstu kenningarnar í málinu, ótrúlega sögu fjölskyldunnar og hverju við trúum og trúum ekki. Líka gagnrýni bræðranna sem eru ekki par sáttir við höfund þáttanna Ryan Murphy, sem svarar þeim fullum hálsi.
Published 09/26/24
Emmy verðlaunin 2024 rædd í þaula og meira til. Tveir á toppnum með á nótunum og flestir verðlaunahafar komið við sögu í þættinum áður. Sigurvegarar líkt og Shogun, Baby Reindeer og The Bear (Gömlu þættirnir okkar eru tímalausir!!1!1!) Förum yfir ýmislegt annað líka, hjólreiðar og plömmer sem dæmi.
Published 09/19/24
Einn virtasti leikari samtímans James Earl Jones féll frá í vikunni 93 ára að aldri. Förum yfir feril hans, allt frá Svarthöfða til Múfasa, hans bestu hlutverk en líka hans verstu og spilum vel valdar klippur af þessu tilefni.
Published 09/12/24
Sullað í yfirfullu trogi af kaótísku goðafræðigríni, svartagalli Saurons með óvæntu dassi af John Carpenter. Arnar Tómas Valgeirsson mætir með heitustu teikin.
Published 09/05/24
Óformleg dagskrá. Blink Twice umræða án spilla! Fyrsta leikstjórnarverkefni Zoe Kravitz. Big. Líka: Oasis. Formúla 1 í Hollandi. Drive to Survive á Netflix. Heimavinna Odds Ævars. Fargo og Godfather trílógía þar sem nýjasta myndin hefur verið uppfærð. Only Murders in the Building og Rings of Power.
Published 08/30/24
Síðdegisumferðarteppa í Reykjavík, dramatískar en að mestu innistæðulausar in the moment fullyrðingar. Stóra Blake Lively málið. Alien, saga bálksins. Saga Rómulusar og Remusar.
Published 08/21/24
Nýrnasteinsköst og kókdrykkja, leyndardómshjúpurinn í kringum Apple TV+, Hannibal blæti Donald Trump, ferill M. Night Shamalyanananan. Trap, án spilla! Brotthvarf og endurkoma Josh Hartnett.
Published 08/15/24
Samúel Karl Ólason og Theodóra Björk Guðjónsdóttir, helstu sérfræðingar þjóðarinnar í hugarheimum George R.R. Martin mæta og kryfja nýjustu vertíðina úr sjónvarpsheimum Game of Thrones.
Published 08/06/24
Robert Downey Jr. mætir aftur til leiks í Marvel kvikmyndabálkinn nú sem Doctor Doom. Deadpool & Wolverine, X-Men myndasagnabálkurinn og framtíð Marvel. Sérstakur gestur: Tómas Valgeirsson, kvikmyndaséní með meiru.
Published 08/01/24
Karen Kjartansdóttir mætir og ræðir nýjustu og næstsíðustu seríuna af ofurhetjuþáttunum vinsælu.
Published 07/25/24
Umdeildustu þættir seinni tíma og bardagavöllur hins víðfræga menningarstríðs teknir fyrir í sérstökum þætti. Hvað var svona umdeilt? Eru þetta góðir þættir? Þetta og fleira ásamt Geir Finnssyni og Starra Reynissyni.
Published 07/22/24
Púlsinn tekinn á heitustu þáttunum og narsisískum 1000 barna föður og undursamlegar nærbuxur mátaðar í sérstökum þætti í boði Comfyballs.is.
Published 07/18/24
Fjórða myndin um Beverly Hills lögguna. Staðan tekin á síkjum Amsterdam. Sérstakur gestur: Svanur Már Snorrason, blaðamaður.
Published 07/10/24
Fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir og ræðir Pulp Fiction, stórmynd Quentin Tarantino sem fagnar þrjátíu ára afmæli í ár.
Published 07/03/24
Hvíl í friði Donald Sutherland. The Boys, fyrstu fjórir þættirnir. Fyrstu tveir af House of the Dragon. Stóra rifrildið um Star Wars Acolyte, sérstaklega fjórða þátt. Sérstakur gestur: Arnar Tómas Valgeirsson, fyrsti maðurinn með Prime Video á Íslandi.
Published 06/26/24
Bandaríska grínmyndin um Scott Thomas og félaga sem kom út fyrir svo gott sem sléttum tuttugu árum upp á dag og varð síðar cultural phenomenon. Fyrsti gestastjórnandi Tveggja á toppnum: Bjarki Sigurðsson, fréttamaður á Stöð 2 og helsti Eurotrip sérfræðingur þjóðarinnar.
Published 06/19/24
Gestalausir í fyrsta sinn í langan tíma. Acolyte og incelarnir enn og aftur. The Boys. House of the Dragon. Hit Man í boði Netflix og óskiljanlegar óvinsældir Max Max: Furiosa.
Published 06/12/24