29 - Aðgengi í tækni - Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
Listen now
Description
Inga Björk er sérfræðingur hjá Þroskahjálp og aðjúnkt við menntavísindasvið hjá Háskóla Íslands. Inga ræðir við okkur um aðgengi og þá helst þegar kemur að aðgengi í tækni. Við snertum á mörgu, enda flókið mál, en meðal annars þá tölum við um hvernig fatlað fólk notar tækni, mikilvægi aðgengis í tækni, hindranir sem fatlað fólk glímir við og þær leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að algildara aðgengi í tækniheiminum.
More Episodes
Helgi Hrafn er fyrrverandi alþingismaður og forritari. Helgi ræðir við okkur um tækni og lýðræði og hvernig þessi tvö hugtök tvinnast saman í samtímanum. Við förum víða í spjallinu og snertum á ýmsu eins og rafrænum kosningum, samfélgsmiðlum, risastórum tæknifyrirtækjum, eftirliti, ritskoðun,...
Published 01/17/23
Published 01/17/23
Stefán Ólafsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Stefán ræðir við okkur um máltækni. Við reynum að kanna svið máltækninnar og snertum á helstu hugmyndum og skilgreiningum. Við ræðum helstu vandamál og möguleika sem máltækni hefur upp á að bjóða þar sem við snertum á hlutum...
Published 01/10/23